Golf

Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt

Siggeir Ævarsson skrifar
Shane Lowry fagnaði ógurlega þegar hann setti pútt á 18. holu sem tryggði Evrópu bikarinn
Shane Lowry fagnaði ógurlega þegar hann setti pútt á 18. holu sem tryggði Evrópu bikarinn Vísir/Getty

Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi.

Evrópuliðið var með 11 og hálfan vinning fyrir daginn í dag og þurfti því aðeins tvo og hálfan til að halda bikarnum þar sem að ríkjandi meistarar halda bikarnum ef mótið endar í jafntefli.

Það er skemmst frá því að segja að Bandaríkjamenn unnu hvert einvígið á fætur öðru í dag og unnu alls sex einvígi af ellefu, en síðasta einvígið, á milli Viktor Hovland og Harry English, fór ekki fram vegna meiðsla Hovland.

Eftir því sem leið á kvöldið hrúguðust bandarískir sigrar inn en þegar Shane Lowry setti niður pútt á 18. holu og jafnaði þar með einvígi sitt við Russell Henley var ljóst að Evrópa myndi halda bikarnum óháð því hvernig síðustu holurnar myndu fara.

Evrópuliðið getur líka þakkað Ludvig Åberg fyrir sigurinn en hann var sá eini úr þeirra röðum sem vann sitt einvígi í dag. Lokastaðan í Ryder-bikarnum þetta árið 13 - 15 og Evrópumenn geta leyft sér að fagna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×