„Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2025 11:45 Elma Dís Árnadóttir hafði starfað hjá Play í um ár. Vísir „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís. Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís.
Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30