Lífið

Herra skepna sló Haf­þór utan undir

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hafþór Júlíus bað Mr. Beast um að slá sig utan undir og fékk það sem hann bað um.
Hafþór Júlíus bað Mr. Beast um að slá sig utan undir og fékk það sem hann bað um.

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnssson og knattspyrnumaðurinn Eyþór Wöhler heimsóttu Mr. Beast, stærstu Youtube-stjörnu heims, í íþróttahús hans í Norður-Karólínu. Þeir spiluðu saman körfubolta og Mr. Beast sló Hafþór utan undir.

Eyþór Wöhler, sem hefur einnig gert það gott sem tónlistarmaður, deildi mynd og þremur myndböndum af heimsókninni á Instagram í gær.

„Smá side quest“ skrifar Eyþór við myndina.

Á myndinni sem hann birti má sjá Hafþór Júlíus og Mr. Beast, sem heitir fullu nafni James Stephen Donaldson og er 28 ára gamall Youtube-ari með um 440 milljón fylgjendur á miðlinum. 

Eyþór birti jafnframt myndband af aðstöðunni í íþróttahúsinu, sem heitir Beast Arena, sem er staðsett í Greenville í Norður-Karólínu en þar ólst Donaldson upp. Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og inniheldur bæði körfuboltavöll í fullri stærð og fjölda líkamsræktartækja. 

Þá sýndi hann frá Hafþóri og Youtube-aranum vinsæla spila saman körfubolta.

Líkamsrækt og körfuboltavöllur Mr. Beast.

Myndbandið sem hefur sennilega vakið mesta athygli er hins vegar af Mr. Beast slá Hafþór utan undir. Hér fyrir neðan má lesa hvað fór þeim í millum fyrir kinnhestinn.

„Þú þarft að vekja mig, geturðu slegið mig?“ segir Hafþór í myndbandinu.

„Slegið þig hvar?“ spurði Mr. Beast þá.

„Utan undir.“

„Viltu að ég slái þig utan undir?“

„Já.“

„Ætlarðu ekki að drepa mig?“

„Nei.“

Og veitti Herra skepna þá Fjallinu kinnhest.


Tengdar fréttir

Bráðum verður hún frú Beast

YouTube-stjarnan James Donaldson, sem er mun betur þekktur sem MrBeast, og Thea Booysen eru trúlofuð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.