Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. september 2025 21:40 Baldvin Björgvinsson kennari og skútuskipstjóri. bylgjan Baldvin Björgvinsson, kennari og skútuskipstjóri sem bjó lengi við Fossvoginn, segir nýja brú sem byggja á yfir voginn vera dauðagildru. Hann segir engar nothæfar vindmælingar hafi verið gerðar í Fossvoginum en þar geti orðið bálhvasst. „Í stuttu máli sagt þá virðist ekki hafa verið mældur vindurinn út frá miðjum Fossvoginum sem þyrfti eiginlega að gera í heilt ár,“ segir Baldvin Björgvinsson kennari í Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru þannig landfræðilegar aðstæður þarna að þegar vindurinn kemur niður Fossvogsdalinn og treður sér út voginn á það til að vera ofboðslega hvasst þarna. Við höfum séð báta sem eru eitt og hálft tonn að þyngd lyftast upp á landi og færast til hliðar, jafnvel metra upp í lofti.“ Tilefni viðtalsins var grein Baldvins sem birtist í Morgunblaðinu með titlinum „Dauðagildra?“ Þar lýsir hann óánægju sinni með að ekki hafi verið framkvæmt áhættumat fyrir brúnna Öldu sem liggja á yfir voginn. Hann tekur jafnframt fram að hann sé ekki á móti þverun Fossvogs í þágu almenningssamgangna. „Dauðagildran ofan á brúnni er vindurinn sem mun einfaldlega geta feykt fólki af henni. Gangandi og hjólandi brúfarendur munu einfaldlega geta fokið af brúnni og ekki fundist aftur. Foreldri með barnavagn, ég vil bara ekki hugsa um það,“ skrifar Baldvin. Lítið sem ekkert samráð stjórnvalda „Ég þekki persónulega frásagnir af einstaklingum sem hafa verið að hjóla á göngustígnum fyrir endann á Reykjavíkurflugvellinum, þar sem brúin á að vera, og hafa raunverulega fokið út af stígnum,“ segir Baldvin. Við hönnun brúarinnar var miðað við vindmæli sem er að sögn Baldvins á miðjum Reykjavíkurflugvelli. Hann sé í ákveðnu skjóli og sýni ekki raunhæfa mynd á vindi í Fossvoginum sjálfum. Til að fá nákvæmar mælingar þurfi að koma fyrir vindmæli í miðjum Fossvoginum í heilt ár, til að fá allan skalann yfir veðrið þar. Baldvin segir að stjórnmála- og ráðamenn hafi státað sig af því að farið hefði verið í samráð. Hann telur þá ekki hafa hlustað á neina af ábendingum sem þau sem vel þekki til á svæðinu hafi komið með. „Það verður að skoða þetta almennilega. Ég óttast það að ef að ekkert verði gert verði þetta álíka gáfulegt eins og göngustígur neðst í Reynisfjöru. Þá dugar ekkert að setja rautt ljós, fólk fer samt yfir,“ segir Baldvin en hann vonar að ef haldið verður áfram með brúnna líkt og áætlað er að henni verði þá lokað þegar við á. „En ætlarðu að loka strætóferðum eða hvernig ætlarðu að loka? Er ekki hægt að hafa hönnuna í lagi í upphafi þannig það sé alltaf hægt að fara yfir voginn.“ Að hans mati eru einungis tveir möguleikar í stöðunni, annað hvort að hanna hana á þann máta að ekki sé hægt að fjúka af brúnni eða að breyta brúnni einfaldlega í göng undir Fossvoginn. Brúin hefði verið ónothæf tvisvar á síðasta ári Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist einnig hafa haft álíka áhyggjur af brúarsmíðinni. Hún sendi inn fyrirspurn um brúnna til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra og spurði meðal annars hversu oft mætti reikna með að brúin verði ófær gangandi og hjólandi vegfarendum vegna slæmra skilyrða. Í svari Eyjólfs segir að ekki hafi verið gerð nákvæm greining á því hversu marga daga brúin yrði ónothæf almennum vegfarendum. Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum sé hins vegar viðsjárvert að gangandi og hjólandi fari yfir brúna við hviðuvind yfir tuttugu metrum á sekúndu. Ef litið er til áðurnefnds vindmælis sem er á Reykjavíkurflugvelli, sem samkvæmt svarinu veitir vísbendingar um vindfar í Fossvoginum, liggja fyrir upplýsingar um hversu oft vindhviða yfir tuttugu metrum á sekúndu mældist í samfellt meira en fimm klukkustundir yfir tímabilið 2005 til 2024. „Reyndist það vera 383 sinnum, eða að meðaltali 19 sinnum á ári. Lengsta slíka tímabilið var 12. - 14. maí 2009 eða 40 klukkustundir. Árið 2024 mældist vindhviða yfir 20 m/s samfellt í yfir 25 klst. í tvígang, dagana 24. maí og 24. desember,“ segir í svari ráðherrans. Í svari Eyjólfs kemur einnig fram að ekki voru framkvæmdar sjálfstæðar vindrannsóknir en þó hafi verið tekið mið af aðstæðum sem eru algengar á opnum strandsvæðum líkt og í Fossvoginum. Hönnuðir brúarinnar höfðu vindálag einnig í huga í burðarvirkishönnun og voru með Evrópustaðla til hliðsjónar. „Þá er það mat hönnuða að brúarformið stuðli að því að brjóta vind og draga úr áhrifum hans á gangandi og hjólandi vegfarendur. Í þessum efnum er einkum vísað til þess að kantar brúarinnar standa upp fyrir brúargólfið og brjóta hluta vinds sem blæs á brúna.“ Fossvogsbrú er hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en gert er ráð fyrir að lokið verði við byggingu hennar árið 2028. Reykjavík Fossvogsbrú Kópavogur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Í stuttu máli sagt þá virðist ekki hafa verið mældur vindurinn út frá miðjum Fossvoginum sem þyrfti eiginlega að gera í heilt ár,“ segir Baldvin Björgvinsson kennari í Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru þannig landfræðilegar aðstæður þarna að þegar vindurinn kemur niður Fossvogsdalinn og treður sér út voginn á það til að vera ofboðslega hvasst þarna. Við höfum séð báta sem eru eitt og hálft tonn að þyngd lyftast upp á landi og færast til hliðar, jafnvel metra upp í lofti.“ Tilefni viðtalsins var grein Baldvins sem birtist í Morgunblaðinu með titlinum „Dauðagildra?“ Þar lýsir hann óánægju sinni með að ekki hafi verið framkvæmt áhættumat fyrir brúnna Öldu sem liggja á yfir voginn. Hann tekur jafnframt fram að hann sé ekki á móti þverun Fossvogs í þágu almenningssamgangna. „Dauðagildran ofan á brúnni er vindurinn sem mun einfaldlega geta feykt fólki af henni. Gangandi og hjólandi brúfarendur munu einfaldlega geta fokið af brúnni og ekki fundist aftur. Foreldri með barnavagn, ég vil bara ekki hugsa um það,“ skrifar Baldvin. Lítið sem ekkert samráð stjórnvalda „Ég þekki persónulega frásagnir af einstaklingum sem hafa verið að hjóla á göngustígnum fyrir endann á Reykjavíkurflugvellinum, þar sem brúin á að vera, og hafa raunverulega fokið út af stígnum,“ segir Baldvin. Við hönnun brúarinnar var miðað við vindmæli sem er að sögn Baldvins á miðjum Reykjavíkurflugvelli. Hann sé í ákveðnu skjóli og sýni ekki raunhæfa mynd á vindi í Fossvoginum sjálfum. Til að fá nákvæmar mælingar þurfi að koma fyrir vindmæli í miðjum Fossvoginum í heilt ár, til að fá allan skalann yfir veðrið þar. Baldvin segir að stjórnmála- og ráðamenn hafi státað sig af því að farið hefði verið í samráð. Hann telur þá ekki hafa hlustað á neina af ábendingum sem þau sem vel þekki til á svæðinu hafi komið með. „Það verður að skoða þetta almennilega. Ég óttast það að ef að ekkert verði gert verði þetta álíka gáfulegt eins og göngustígur neðst í Reynisfjöru. Þá dugar ekkert að setja rautt ljós, fólk fer samt yfir,“ segir Baldvin en hann vonar að ef haldið verður áfram með brúnna líkt og áætlað er að henni verði þá lokað þegar við á. „En ætlarðu að loka strætóferðum eða hvernig ætlarðu að loka? Er ekki hægt að hafa hönnuna í lagi í upphafi þannig það sé alltaf hægt að fara yfir voginn.“ Að hans mati eru einungis tveir möguleikar í stöðunni, annað hvort að hanna hana á þann máta að ekki sé hægt að fjúka af brúnni eða að breyta brúnni einfaldlega í göng undir Fossvoginn. Brúin hefði verið ónothæf tvisvar á síðasta ári Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist einnig hafa haft álíka áhyggjur af brúarsmíðinni. Hún sendi inn fyrirspurn um brúnna til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra og spurði meðal annars hversu oft mætti reikna með að brúin verði ófær gangandi og hjólandi vegfarendum vegna slæmra skilyrða. Í svari Eyjólfs segir að ekki hafi verið gerð nákvæm greining á því hversu marga daga brúin yrði ónothæf almennum vegfarendum. Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum sé hins vegar viðsjárvert að gangandi og hjólandi fari yfir brúna við hviðuvind yfir tuttugu metrum á sekúndu. Ef litið er til áðurnefnds vindmælis sem er á Reykjavíkurflugvelli, sem samkvæmt svarinu veitir vísbendingar um vindfar í Fossvoginum, liggja fyrir upplýsingar um hversu oft vindhviða yfir tuttugu metrum á sekúndu mældist í samfellt meira en fimm klukkustundir yfir tímabilið 2005 til 2024. „Reyndist það vera 383 sinnum, eða að meðaltali 19 sinnum á ári. Lengsta slíka tímabilið var 12. - 14. maí 2009 eða 40 klukkustundir. Árið 2024 mældist vindhviða yfir 20 m/s samfellt í yfir 25 klst. í tvígang, dagana 24. maí og 24. desember,“ segir í svari ráðherrans. Í svari Eyjólfs kemur einnig fram að ekki voru framkvæmdar sjálfstæðar vindrannsóknir en þó hafi verið tekið mið af aðstæðum sem eru algengar á opnum strandsvæðum líkt og í Fossvoginum. Hönnuðir brúarinnar höfðu vindálag einnig í huga í burðarvirkishönnun og voru með Evrópustaðla til hliðsjónar. „Þá er það mat hönnuða að brúarformið stuðli að því að brjóta vind og draga úr áhrifum hans á gangandi og hjólandi vegfarendur. Í þessum efnum er einkum vísað til þess að kantar brúarinnar standa upp fyrir brúargólfið og brjóta hluta vinds sem blæs á brúna.“ Fossvogsbrú er hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en gert er ráð fyrir að lokið verði við byggingu hennar árið 2028.
Reykjavík Fossvogsbrú Kópavogur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira