Viðskipti innlent

Sahara og Olís til­nefnd til tvennra al­þjóð­legra verð­launa

Lovísa Arnardóttir skrifar
Frá vinstri: Alexandra Ósk Sigurjónsdóttir Jensen (Playable), Andreas Fabricius (Playable), Eva Þorsteinsdóttir (Sahara), Þyrí Dröfn Konráðsdóttir (Olís)
Frá vinstri: Alexandra Ósk Sigurjónsdóttir Jensen (Playable), Andreas Fabricius (Playable), Eva Þorsteinsdóttir (Sahara), Þyrí Dröfn Konráðsdóttir (Olís) Aðsend

Auglýsingastofan Sahara og Olís hafa verið tilnefnd til hinna eftirsóttu European Paid Media Awards 2025 fyrir herferðina Sumarleikur Olís 2024. Í tilkynningu segir að herferðin sé tilnefnd í tveimur flokkum: Paid Media Campaign of the Year og Paid Social Campaign of the Year, fyrir það sem kallað er „Engaging Gamification for Brand Loyalty“ á vefsíðu verðlaunanna.

„Markmiðið með herferðinni var að skapa virðisaukandi upplifun fyrir viðskiptavini og nýta til þess „gamification“ í markaðsstarfinu. Með þessari nálgun erum við jafnframt að styðja við þá langtímastefnu félagsins að styrkja í sífellu tengingu viðskiptavina við vörumerkið og veita þeim meira en aðeins hefðbundna þjónustu,“ segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri Olís.

Sumarleikurinn stóð yfir frá 14. júní til 21. ágúst og var markhópurinn fólk á aldrinum 18 til 65 ára um allt land. Aðalleikurinn var lukkuhjól sem þátttakendur gátu snúið daglega og átt von á að hreppa einhvern af fjölmörgum skemmtilegum vinningum sem lukkuhjólið hafði að geyma. Playable var valið sem vettvangur fyrir leikinn og hann var kynntur með blönduðu markaðsefni á bæði innlendum og erlendum miðlum. Leikurinn fékk yfir 260 þúsund skráningar, sem verður að teljast frábær árangur, og þess má einnig geta að leitað var að „Sumarleik Olís“ á Google meira en 10 þúsund sinnum á tímabilinu.

Eva Þorsteinsdóttir, viðskiptastjóri og félagi hjá Sahara, segir það þeirra hlutverk að móta og samþætta markaðsaðgerðir. Þau skoði upplýsingar og gögn og noti þau til að dýpka

skilning á viðskiptavinum.





Á myndinni eru

Frá vinstri: Alexandra Ósk Sigurjónsdóttir Jensen (Playable), Andreas Fabricius (Playable), Eva Þorsteinsdóttir (Sahara), Þyrí Dröfn Konráðsdóttir (Olís)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×