Innlent

Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir á­ætluðum kostnaði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hér má sjá tölvugerða mynd af Fossvogsbrúnni.
Hér má sjá tölvugerða mynd af Fossvogsbrúnni. Betri samgöngur

Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun.

Í fréttatilkynningu frá Betri samgöngum segir að þau hafi boðið út brúarsmíðina á Evrópska efnahagssvæðinu í maí síðastliðnum. Áætlaður kostnaður fyrir brúarsmíðina var 5.960 milljónir króna en tilboðin eru yfir þrjátíu prósentum hærri en áætlunin. 

Fyrra tilboðið kom frá Ístak hf. og Per Aarsleff AS upp á tæpar 7,9 milljarða króna. Seinna kom frá Depenbrock Scandinavia Aps og Depenbrok Ingenieurwasserbau GmbH & Co. upp á rúma 8,2 milljarða króna. Tilboðin eru því annars vegar 33 prósentum yfir áætlun og hins vegar 38 prósentum. 

„Þess má geta að verksamningurinn fyrir sjóvarnir og landfyllingar fyrir Fossvogsbrú, sem gerður var í janúar síðastliðnum, var 70% af áætluðum verktakakostnaði,“ segir í tilkynningunni.

Í janúar hófst fyrri hluti framkvæmda fyrir brúna í honum fólst gerð sjóvarna og landfyllinga á Kársnesi í Kópavogi og í Reykjavík. Áætlað er að brúin verði tilbúin árið 2028.


Tengdar fréttir

Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári

Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×