Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 15:25 Heimir Guðjónsson kveður í lok tímabilsins FH í annað sinn. Vísir / Anton Brink „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“ Besta deild karla FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“
Besta deild karla FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira