„Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 16:24 Andra þykir Spursmál ekki vænlegur vettvangur fyrir uppbyggjandi umræðu. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason hafnar boði Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í það sem hann segir „einhvers konar einvígi.“ Hann setur út á það að upphafleg grein, þar sem ansi frjálslega er farið með stærðfræðina, hafi ekki verið leiðreitt heldur að þess í stað hafi honum verið boðið í viðtal til að breiða rangfærslurnar enn frekar út. Tilefni ummælanna er heit umræða undanfarna daga eftir að Morgunblaðið birti úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna það sem af er öldinni. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutaðan á fyrrgreindu tímabili og setti hann í samhengi við afköst þeirra. Mælikvarðinn sem var notaður var fjöldi bóka og blaðsíðna. Höfundum ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna Andri Snær var í úttektinni með fæst verk, fimm bækur á 25 árum, og nákvæmur útreikningur fylgdi þar sem stóð að Andri hefði fengið 106.957 krónur fyrir hverja blaðsíðu. Andri dró fram í aðsendri grein öll þau verk sem Samtök skattgreiðenda „gleymdu“ að taka með inn í reikninginn, sem nam talsverðum fjölda verka. Stefán Einar Stefánsson sem skrifaði greinina upp úr gögnum Samtaka skattgreiðenda brást við ábendingum Andra Snæs með því að skora hann á hólm í sjónvarpsþætti Stefáns sjálfs. Greinin hefur ekki verið leiðrétt. Hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist hafa boðið Andra að ræða framlag skattgreiðenda til listsköpunar, eðli launanna og mikilvægi. „Nú er bara að vona að allir leggi sín lóð á vogarskálarnar, upplýstri og áhugaverðri umræðu til framdráttar,“ skrifar Stefán. „Upplýst og áhugaverð umræða“ reist á sandi Andri segir framkomu Stefáns Einars fyrir neðan allar hellur. „Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið, uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem „heimild“ í framtíðinni?“ skrifar hann. Hann segir tölurnar sem Stefán byggir umfjöllun sína á kolrangar og að tíu höfundum hafi verið ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna. „Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“ Menning Listamannalaun Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Tilefni ummælanna er heit umræða undanfarna daga eftir að Morgunblaðið birti úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna það sem af er öldinni. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutaðan á fyrrgreindu tímabili og setti hann í samhengi við afköst þeirra. Mælikvarðinn sem var notaður var fjöldi bóka og blaðsíðna. Höfundum ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna Andri Snær var í úttektinni með fæst verk, fimm bækur á 25 árum, og nákvæmur útreikningur fylgdi þar sem stóð að Andri hefði fengið 106.957 krónur fyrir hverja blaðsíðu. Andri dró fram í aðsendri grein öll þau verk sem Samtök skattgreiðenda „gleymdu“ að taka með inn í reikninginn, sem nam talsverðum fjölda verka. Stefán Einar Stefánsson sem skrifaði greinina upp úr gögnum Samtaka skattgreiðenda brást við ábendingum Andra Snæs með því að skora hann á hólm í sjónvarpsþætti Stefáns sjálfs. Greinin hefur ekki verið leiðrétt. Hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist hafa boðið Andra að ræða framlag skattgreiðenda til listsköpunar, eðli launanna og mikilvægi. „Nú er bara að vona að allir leggi sín lóð á vogarskálarnar, upplýstri og áhugaverðri umræðu til framdráttar,“ skrifar Stefán. „Upplýst og áhugaverð umræða“ reist á sandi Andri segir framkomu Stefáns Einars fyrir neðan allar hellur. „Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið, uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem „heimild“ í framtíðinni?“ skrifar hann. Hann segir tölurnar sem Stefán byggir umfjöllun sína á kolrangar og að tíu höfundum hafi verið ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna. „Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“
Menning Listamannalaun Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira