Veður

Skúrir og á­fram milt í veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu sex til fjórtán stig.
Hiti verður á bilinu sex til fjórtán stig. Vísir/Anton Brink

Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði áfram milt í veðri þar sem hiti verður á bilinu sex til fjórtán stig og hlýjast á Norðausturlandi.

„Fremur hæg austlæg átt á morgun og víða bjart, en stöku skúrir sunnantil. Djúp lægð úr suðri nálgast Austurland annað kvöld með norðlægum áttum, og mun þá þykkna upp og bæta í vind fyrir austan.

Útlit er fyrir að það verði orðið talsvert hvasst á Austur- og Suðausturlandi á laugardagsmorgun, er lægðin nálgast ströndina. Síðdegis heldur lægðin leið sína í austur frá landi og mun þá draga úr vindi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og stöku skúrir sunnan- og vestantil, en yfirleitt bjart fyrir norðan. Hiti 5 til 10 stig. Vaxandi norðanátt um kvöldið og þykknar upp.

Á laugardag: Norðvestan 8-18 m/s, hvassast austast, en hægari norðvestantil. Víða væta en yfirleitt en bjart og þurrt að kalla vestan- og suðvestanlands. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst.

Á sunnudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10, en NA-lægari á Vestfjörðum. Úrkoma í flestum landshlutum, en þurrt að kalla norðaustantil. Kólnar í veðri.

Á mánudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt með slyddu eða rigningu, en snjókomu til fjalla. Þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, en allvíða næturfrost.

Á þriðjudag: Norðvestlæg átt, en lægir síðdegis og léttir víða til. Áfram svalt.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestan strekking og úrkomu vestantil er líða fer á daginn. Hlýnar heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×