Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 20:23 Trump fyrirskipaði árásir á báta úti á Karíbahafi þar sem 17 manns létust. Nú vill hann meina að Bandaríkn eigi í vopnuðum átökum við meintu eiturlyfjasmyglarana sem hann segir hafa verið þar um borð. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira