Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2025 11:02 Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun