Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 15:14 Finnska landhelgisgæslan stöðvaði för olíuflutningaskipsins Eagle S eftir að það sigldi inn í finnsku landhelgina um síðustu jól. Skipið er talið hafa skemmt fimm sæstrengi, þar á meðal rafstreng á milli Finnlands og Eistlands. Vísir/EPA Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar. Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar.
Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19