Lífið

Ungir Sjálf­stæðis­menn saman­komnir á sam­bands­þingi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Allir sem sækja þingið fá bol að gjöf í anda þess sem Charlie Kirk var í þegar hann var myrtur. Stefán Einar gaf félaginu bolina.
Allir sem sækja þingið fá bol að gjöf í anda þess sem Charlie Kirk var í þegar hann var myrtur. Stefán Einar gaf félaginu bolina. Aðsend

Sambandsþing Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) fer fram um helgina í gamla Landsbankahúsinu í miðborg Reykjavíkur. Rúmlega þrjú hundruð manns eru skráðir á þingið.

Sambandsþingið var sett í gær af Viktori Pétri Finnssyni, formanni SUS, og stendur yfir um helgina en þingið er alla jafna haldið á tveggja ára fresti. Á slíku þingi er stefna félagsins uppfærð og kosið er til formanns og stjórnar. Atkvæðin verða greidd á sunnudag.

Í gærkvöldi, að lokinni setningu þingsins, var haldinn kokteill með kjörnum fulltrúum. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður mbl.is, og Steinar Ingi Kolbeins, fyrsti varaformaður SUS, ávörpuðu hópinn.

Elín Birna Gunnlaugsdóttir, Freydís Lilja Þormóðsdóttir, Guðlaugur Þór og Telma Ósk Þórhallsdóttir.Aðsend
Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir, Ísabella Þórhallsdóttir, Sjöfn Hulda Jónsdóttir og Fríða Gunnarsdóttir.Aðsend
Júlíus Viggó formannsframbjóðandi og Anton Berg Sævarsson, frambjóðandi til annars varaformannsAðsend
Eftir kokteil með kjörnum fulltrúum var haldið í FantasíusalinnAðsend
Viktor Pétur Finnsson og Björn Jón BragasonAðsend
Steinar Ingi Kolbeins, fyrsti varaformaður SUS, ávarpar þinggestiAðsend
Tómas Þór Þórðarson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi formaður SUS.Aðsend
Stefán Einar með tölu í kokteilnumAðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.