„Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. október 2025 13:02 Andrea Líf er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Þú þarft ekki að breyta þér fyrir neinn. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum fólkið þitt, þá er best að breyta um umhverfi,“ segir Andrea Líf Hafdal Kristinsdóttir, nemi og ungfrú Hafnarfjörður. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Andrea Líf Hafdal Kristinsdóttir. Aldur: Ég er 16 ára. Starf eða skóli? Nemi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hress,ákveðin og jákvæð Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég borða ekki beikon, pylsur né skyr. Mér finnst það bara alls ekki gott. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég myndi segja amma mín Lilja og mamma mín. Þær hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og stutt mig í gegnum lífið. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja foreldrar mínir og að vera hluti af stórum systkinahópi. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Það var mjög erfitt þegar ég greindist með mígreni þar sem ég þurfti að ganga í gegnum sársaukafullar rannsóknir tengdar því. Ég hef tekist á við það með því að reyna að vera jákvæð og taka einn dag í einu. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að geta verið ég sjálf, sama hvaða aðstæðum ég er. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa fæðst á Íslandi og að eiga fjölskyldu sem er alltaf til staðar fyrir mig. Ég er mjög þakklát fyrir það. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég á frekar erfitt með að tala um tilfinningar mínar en ég enda alltaf á því að tala við mömmu. Ef það er eitthvað sem ég er mjög stressuð fyrir þá fer ég í heitt bað og fæ mér ís. Besta heilræðið sem þú hefur fengið? Aldrei byrja að taka fíkniefni og aldrei byrja að drekka. Hvert er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var í skólanum og hélt að ég væri búin að týna sundpokanum mínum. Ég var búin að hringja í mömmu og allt, en þá var hann bara á bakinu á mér allan tímann. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég skrifa með hægri hendi en geri allt annað með vinstri. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Augun eða brosið, það er það fyrsta sem ég tek eftir hjá fólki. En óheillandi? Andfýla og fólk sem borðar með opin munn. Hver er þinn helsti ótti? Ég er hrædd um að eitthvað komi fyrir fólkið í kringum mig, hvort sem það er slys eða annað sem ég hef ekki stjórn á. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vera búin að ferðast og skoða heiminn, útskrifuð úr námi og vonandi búin að stofna fjölskyldu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku, og svo er ég að læra dönsku og spænsku í skólanum. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Nautakjöt eða kjúklinganúðlur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Eitthvað með One Direction eða Billie Eilish. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og hef hitt Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að tala við fólk í eigin persónu. Það er miklu auðveldara að skilja hvort annað þannig. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndir þú gera við peningana? Ég myndi setja þá inn á bankabók fyrir framtíðina. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hafði heyrt um Ungfrú Ísland og horft á hana í sjónvarpinu. Svo sagði mamma mér frá þessari nýju keppni og sagði að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Ég skoðaði það og skráði mig. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært rosalega margt, t.d. hvernig á að koma fram á sviði og vera bein í baki. Hvaða samfélagslegu málefni brennur þú fyrir? Réttindum kvenna um allan heim og réttindum barna. Það eiga allir rétt á öruggri og góðri æsku. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur og vera sjálfsörygg. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Af því að ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar konur á Íslandi. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þær eru allar frábærar en það sem gerir mig öðruvísi er að ég er með mjög ljósa húð. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mér finnst allir vera svo hræddir við að vera dæmdir. Fólk þorir ekki að vera það sjálft því það er alltaf að hugsa um hvað öðrum finnst. Og hvernig mætti leysa það? Hættu að láta skoðanir annarra stjórna þér. Klæddu þig eins og þér líður best og vertu þú sjálfur. Þú þarft ekki að breyta þér fyrir neinn. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum fólkið þitt, þá er best að breyta um umhverfi. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá er best að sleppa því. En auðvitað mega allir hafa sínar skoðanir. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður. 10. október 2025 10:32 „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Það er ótrúlega frelsandi að vita að ég get alltaf verið ég sjálf án þess að þurfa að breyta mér fyrir aðra,“ segir Arndís Elfa Pálsdóttir, nemi og ungfrú Hvalfjörður. 9. október 2025 15:39 „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag,“ segir Thelma Marín Ingadóttir, nemi og ungfrú Norðlingaholt. 7. október 2025 10:02 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Andrea Líf Hafdal Kristinsdóttir. Aldur: Ég er 16 ára. Starf eða skóli? Nemi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hress,ákveðin og jákvæð Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég borða ekki beikon, pylsur né skyr. Mér finnst það bara alls ekki gott. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég myndi segja amma mín Lilja og mamma mín. Þær hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og stutt mig í gegnum lífið. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja foreldrar mínir og að vera hluti af stórum systkinahópi. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Það var mjög erfitt þegar ég greindist með mígreni þar sem ég þurfti að ganga í gegnum sársaukafullar rannsóknir tengdar því. Ég hef tekist á við það með því að reyna að vera jákvæð og taka einn dag í einu. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að geta verið ég sjálf, sama hvaða aðstæðum ég er. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa fæðst á Íslandi og að eiga fjölskyldu sem er alltaf til staðar fyrir mig. Ég er mjög þakklát fyrir það. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég á frekar erfitt með að tala um tilfinningar mínar en ég enda alltaf á því að tala við mömmu. Ef það er eitthvað sem ég er mjög stressuð fyrir þá fer ég í heitt bað og fæ mér ís. Besta heilræðið sem þú hefur fengið? Aldrei byrja að taka fíkniefni og aldrei byrja að drekka. Hvert er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var í skólanum og hélt að ég væri búin að týna sundpokanum mínum. Ég var búin að hringja í mömmu og allt, en þá var hann bara á bakinu á mér allan tímann. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég skrifa með hægri hendi en geri allt annað með vinstri. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Augun eða brosið, það er það fyrsta sem ég tek eftir hjá fólki. En óheillandi? Andfýla og fólk sem borðar með opin munn. Hver er þinn helsti ótti? Ég er hrædd um að eitthvað komi fyrir fólkið í kringum mig, hvort sem það er slys eða annað sem ég hef ekki stjórn á. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vera búin að ferðast og skoða heiminn, útskrifuð úr námi og vonandi búin að stofna fjölskyldu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku, og svo er ég að læra dönsku og spænsku í skólanum. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Nautakjöt eða kjúklinganúðlur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Eitthvað með One Direction eða Billie Eilish. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og hef hitt Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að tala við fólk í eigin persónu. Það er miklu auðveldara að skilja hvort annað þannig. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndir þú gera við peningana? Ég myndi setja þá inn á bankabók fyrir framtíðina. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hafði heyrt um Ungfrú Ísland og horft á hana í sjónvarpinu. Svo sagði mamma mér frá þessari nýju keppni og sagði að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Ég skoðaði það og skráði mig. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært rosalega margt, t.d. hvernig á að koma fram á sviði og vera bein í baki. Hvaða samfélagslegu málefni brennur þú fyrir? Réttindum kvenna um allan heim og réttindum barna. Það eiga allir rétt á öruggri og góðri æsku. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur og vera sjálfsörygg. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Af því að ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar konur á Íslandi. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þær eru allar frábærar en það sem gerir mig öðruvísi er að ég er með mjög ljósa húð. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mér finnst allir vera svo hræddir við að vera dæmdir. Fólk þorir ekki að vera það sjálft því það er alltaf að hugsa um hvað öðrum finnst. Og hvernig mætti leysa það? Hættu að láta skoðanir annarra stjórna þér. Klæddu þig eins og þér líður best og vertu þú sjálfur. Þú þarft ekki að breyta þér fyrir neinn. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum fólkið þitt, þá er best að breyta um umhverfi. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá er best að sleppa því. En auðvitað mega allir hafa sínar skoðanir.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður. 10. október 2025 10:32 „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Það er ótrúlega frelsandi að vita að ég get alltaf verið ég sjálf án þess að þurfa að breyta mér fyrir aðra,“ segir Arndís Elfa Pálsdóttir, nemi og ungfrú Hvalfjörður. 9. október 2025 15:39 „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag,“ segir Thelma Marín Ingadóttir, nemi og ungfrú Norðlingaholt. 7. október 2025 10:02 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Þetta er virkilega fallegt samfélag“ RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður. 10. október 2025 10:32
„Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Það er ótrúlega frelsandi að vita að ég get alltaf verið ég sjálf án þess að þurfa að breyta mér fyrir aðra,“ segir Arndís Elfa Pálsdóttir, nemi og ungfrú Hvalfjörður. 9. október 2025 15:39
„Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag,“ segir Thelma Marín Ingadóttir, nemi og ungfrú Norðlingaholt. 7. október 2025 10:02