Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 22:37 Aron Rafn Eðvarðsson varði 27 skot í marki Hauka. vísir/ernir Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35. Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin. Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin.
Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32
Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35