Enski boltinn

Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland fagnar marki með Manchester City en hann hefur skorað á 22 af 23 völlum ensku úrvalsdeildarinnar.
Erling Haaland fagnar marki með Manchester City en hann hefur skorað á 22 af 23 völlum ensku úrvalsdeildarinnar. EPA/PETER POWELL

Norski framherjinn Erling Haaland skoraði sigurmark Manchester City um helgina og hefur þar með skorað á 22 leikvöngum af 23 í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland er kominn með níu mörk í fyrstu sjö leikjunum á þessu tímabili og er alls 94 mörk í 104 leikjum síðan hann kom til Englands.

Mark Haaland um helgina kom á Grech Community Stadium, heimavelli Brentford, en sá norski hafði ekki skorað áður á þeim leikvangi.

Þetta þýðir jafnframt að nú á Haaland bara eftir að skora á einum leikvangi í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland hefur ekki enn náð því að skora á Anfield, heimavelli Liverpool. Haaland hefur spilað þrjá deildarleiki á Anfield án þess að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×