Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2025 11:30 Viktor Gyökeres og Joao Pedro hafa ekki verið heitir í upphafi tímabils. vísir/epa Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, svöruðu spurningum hlustenda í síðasta þætti. Nokkrar þeirra sneru að framherjakrísunni í Fantasy. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City en margir aðrir hátt skrifaðir framherjar í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki náð sér á strik. Fantasy-spilarar velta því nú fyrir sér hvað gera skuli með framherjana í leiknum og leituðu ráða hjá strákunum í Fantasýn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert Þór Guðmundsson hvetur Fantasy-spilara til að láta Viktor Gyökeres og Joao Pedro róa, að því gefnu að þeir séu ekki lengur vítaskyttur Arsenal og Chelsea. „Skipta út Gyökeres og Pedro. Þeir eru ekki að standa sig. Ef þeir eru ekki með vítin er engin ástæða til að halda þeim,“ sagði Albert. „Ef þeir eru með vítin er þetta alltaf ákvörðun. Segjum að einhver myndi gulltryggja núna að Gyöekeres sé með vítin og farandi inn í þessa leiki hjá Arsenal myndi ég ekki losa hann.“ Albert segir að Gyökeres réttlæti ekki háan verðmiða í Fantasy ef Bukayo Saka er vítaskytta númer eitt hjá Arsenal. Gyökeres hefur skorað úr einni vítaspyrnu á tímabilinu en Saka tók víti í síðasta leik Arsenal, 2-0 sigri á West Ham United á heimavelli. Framherjinn sem Albert lýst best á er Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace. Hann hefur skorað tvö mörk á tímabilinu. „Hann á þrjá heimaleiki í næstu fjórum umferðum og er búinn að fá þvílík færi. Einhver myndi spyrja hvort hann væri ekki lélegur að klúðra öllum þessum færum en ég held að Mateta hafi alveg sýnt okkur að hann geti klárað færin. Hann er líka búinn að vera óheppinn, skjóta í stöng og eitthvað svona. Ég myndi segja að hann sé mest spennandi til að koma inn,“ sagði Albert. Hann segir að Alexander Isak hjá Liverpool sé einnig möguleiki í stöðunni en það felist áhætta í að kaupa hann vegna óvissu með spiltíma. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Sjá meira
Erling Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City en margir aðrir hátt skrifaðir framherjar í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki náð sér á strik. Fantasy-spilarar velta því nú fyrir sér hvað gera skuli með framherjana í leiknum og leituðu ráða hjá strákunum í Fantasýn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert Þór Guðmundsson hvetur Fantasy-spilara til að láta Viktor Gyökeres og Joao Pedro róa, að því gefnu að þeir séu ekki lengur vítaskyttur Arsenal og Chelsea. „Skipta út Gyökeres og Pedro. Þeir eru ekki að standa sig. Ef þeir eru ekki með vítin er engin ástæða til að halda þeim,“ sagði Albert. „Ef þeir eru með vítin er þetta alltaf ákvörðun. Segjum að einhver myndi gulltryggja núna að Gyöekeres sé með vítin og farandi inn í þessa leiki hjá Arsenal myndi ég ekki losa hann.“ Albert segir að Gyökeres réttlæti ekki háan verðmiða í Fantasy ef Bukayo Saka er vítaskytta númer eitt hjá Arsenal. Gyökeres hefur skorað úr einni vítaspyrnu á tímabilinu en Saka tók víti í síðasta leik Arsenal, 2-0 sigri á West Ham United á heimavelli. Framherjinn sem Albert lýst best á er Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace. Hann hefur skorað tvö mörk á tímabilinu. „Hann á þrjá heimaleiki í næstu fjórum umferðum og er búinn að fá þvílík færi. Einhver myndi spyrja hvort hann væri ekki lélegur að klúðra öllum þessum færum en ég held að Mateta hafi alveg sýnt okkur að hann geti klárað færin. Hann er líka búinn að vera óheppinn, skjóta í stöng og eitthvað svona. Ég myndi segja að hann sé mest spennandi til að koma inn,“ sagði Albert. Hann segir að Alexander Isak hjá Liverpool sé einnig möguleiki í stöðunni en það felist áhætta í að kaupa hann vegna óvissu með spiltíma. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Sjá meira