Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. október 2025 15:23 Diljá Mist skoraði á ráðherra barnamála og heilbrigðismála. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo. Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo.
Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira