Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 07:30 Steven Gerrard hefur sína skýringu af hverju hlutirnir gengu aldrei upp hjá ensku gullkynslóðinni. Getty/Richard Sellers Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira