Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 15:45 Við refsiákvörðun var litið til þess að maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að hafa í fjöldamörg skipti áreitt barnunga stjúpdóttur sína kynferðislega á heimili þeirra í Reykjavík á tveggja ára tímabili. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á föstudag. Þar segir að maðurinn hafi með háttsemi sinni endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð stjúpdóttur sinnar, sem var tólf til fjórtán ára á tímabilinu. Ákæruliðirnir eru ellefu talsins, en fimm þeirra hafa verið afmáðir í dóminum, sem var birtur í dag. Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa snert kynfæri stúlkunnar innanklæða og sleikt eða gert tilraun til að sleikja tær hennar. Þá var hann sakaður um að hafa, í fjölda skipta, staðið að næturlagi við rúm stúlkunnar, fróað sér og fengið sáðfall. Háttsemin var sögð til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Hann var einnig sakaður um að hafa í fjölda skipta sent stjúpdóttur sinni klámfengnar ljósmyndir sem sýndu fullorðið fólk stunda kynlíf í gegnum samskiptaforrit. Sú háttsemi var sömuleiðis sögð til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Vildi sjö milljónir en fékk tvær Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og fyrir brot í nánu sambandi. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og dómurinn taldi ekki rök til að draga játningu hans í efa þar sem hún væri í samræmi við framburð stúlkunnar og gögn málsins. Við refsiákvörðun var litið til þess að maðurinn átti ekki sakaferil að baki auk þess að hann játaði brot sín. Fram kemur að ákæruvaldið hafi fallið frá hluta ákæruefnanna á hendur manninum og leiða má líkur að því að hluti ákæruliðanna hafi verið afmáður vegna þess. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur til ellefu mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur, talsvert minna en kom fram í einkaréttarkröfu hennar, sem hljóðaði upp á sjö milljónir. Þá var honum gert að greiða þrjá fjórðu hluta málskostnaðar, gegn fjórðungi úr ríkissjóði. Við þá ákvörðun leit dómurinn til þess að ákæruvaldið hefði fallið frá hluta ákæruefnisins. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á föstudag. Þar segir að maðurinn hafi með háttsemi sinni endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð stjúpdóttur sinnar, sem var tólf til fjórtán ára á tímabilinu. Ákæruliðirnir eru ellefu talsins, en fimm þeirra hafa verið afmáðir í dóminum, sem var birtur í dag. Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa snert kynfæri stúlkunnar innanklæða og sleikt eða gert tilraun til að sleikja tær hennar. Þá var hann sakaður um að hafa, í fjölda skipta, staðið að næturlagi við rúm stúlkunnar, fróað sér og fengið sáðfall. Háttsemin var sögð til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Hann var einnig sakaður um að hafa í fjölda skipta sent stjúpdóttur sinni klámfengnar ljósmyndir sem sýndu fullorðið fólk stunda kynlíf í gegnum samskiptaforrit. Sú háttsemi var sömuleiðis sögð til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Vildi sjö milljónir en fékk tvær Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og fyrir brot í nánu sambandi. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og dómurinn taldi ekki rök til að draga játningu hans í efa þar sem hún væri í samræmi við framburð stúlkunnar og gögn málsins. Við refsiákvörðun var litið til þess að maðurinn átti ekki sakaferil að baki auk þess að hann játaði brot sín. Fram kemur að ákæruvaldið hafi fallið frá hluta ákæruefnanna á hendur manninum og leiða má líkur að því að hluti ákæruliðanna hafi verið afmáður vegna þess. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur til ellefu mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur, talsvert minna en kom fram í einkaréttarkröfu hennar, sem hljóðaði upp á sjö milljónir. Þá var honum gert að greiða þrjá fjórðu hluta málskostnaðar, gegn fjórðungi úr ríkissjóði. Við þá ákvörðun leit dómurinn til þess að ákæruvaldið hefði fallið frá hluta ákæruefnisins.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira