Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 8. október 2025 17:01 Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun