„Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir var komin út til Noregs en svo kom í ljós að hún gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu. Vísir/Ívar Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í gær vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir hana en keppinautarnir voru eflaust fegnir að vera lausir við sterkustu konu Evrópu. Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló. Lyftingar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló.
Lyftingar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira