Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Árni Sæberg skrifar 9. október 2025 17:11 Slagsmálin urðu á Akranesi. Vísir/Arnar Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Taldi sig hafa séð eggvopn Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóm Vesturlands í málinu, sem kveðinn var upp í júní í fyrra. Þar hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varir hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Þráhyggja gagnvart kærustu frænda Maðurinn sem varð fyrir árás mannsins hlaut sömuleiðis dóm fyrir Héraðsdómi Vesturlands í desember árið 2023 en var ekki gerð refsins vegna líkamsárásar. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli [árásarmaðurinn] er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Við aðalmeðferð í máli árásarmannsins sagði hann árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í höfuðið og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Með dómi Landsréttar var árásarmaðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki var fallist á að verkið hefði verið unnið í neyðarvörn, líkt og hann hafði borið fyrir sig. Við ákvörðun refsingar var þó litið til ákvæðis almennra hegningarlaga um líkamsárásir sem framdar eru í áflogum eða gagnvart manni sem á upptök að áflogum og að nokkur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir dómi sem honum yrði ekki um kennt. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði sem bundin var skilorði til tveggja ára. Þá var staðfest ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu þess sem varð fyrir árásinni þannig að manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,2 milljónir króna. Akranes Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Taldi sig hafa séð eggvopn Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóm Vesturlands í málinu, sem kveðinn var upp í júní í fyrra. Þar hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varir hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Þráhyggja gagnvart kærustu frænda Maðurinn sem varð fyrir árás mannsins hlaut sömuleiðis dóm fyrir Héraðsdómi Vesturlands í desember árið 2023 en var ekki gerð refsins vegna líkamsárásar. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli [árásarmaðurinn] er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Við aðalmeðferð í máli árásarmannsins sagði hann árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í höfuðið og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Með dómi Landsréttar var árásarmaðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki var fallist á að verkið hefði verið unnið í neyðarvörn, líkt og hann hafði borið fyrir sig. Við ákvörðun refsingar var þó litið til ákvæðis almennra hegningarlaga um líkamsárásir sem framdar eru í áflogum eða gagnvart manni sem á upptök að áflogum og að nokkur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir dómi sem honum yrði ekki um kennt. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði sem bundin var skilorði til tveggja ára. Þá var staðfest ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu þess sem varð fyrir árásinni þannig að manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,2 milljónir króna.
Akranes Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira