Annar andstæðingur Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 21:17 Letitia James, ríkissaskóknari New York. AP/Bebeto Matthews Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Trump var í september 2023 sakfelldur fyrir fjársvik, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Hann var fundinn sekur um að hafa frá árinu 2011 til 2021, platað banka og tryggingafyrirtæki til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Á þessu mun Trump og fjölskylda hans hafa grætt margar milljónir dala í gegnum árin. Það var Letita James sem rak það mál gegn Trump en nú hefur ákærudómstóll í Virginíu ákært hana fyrir fjársvik, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í yfirlýsingu frá Lindsey Halligan, alríkissaksóknara í Virginíu, segir að James sá ákærð fyrir bankasvik og skjalafals. Halligan, segir alla jafna fyrir lögum og að James standi frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Trump hefur beint spjótum sínum að James um nokkuð skeið og meðal annars vegna þess að hún á að hafa logið á lánaumsókn vegna húsakaupa. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi gert mistök við lánaumsókn en það hafi strax verið leiðrétt og hafi ekki komið niður á lánaveitanda hennar. Málið hefur ratað á borð dómara sem Joe Biden, forveri Trumps, skipaði í embætti árið 2023. Sami nýi saksóknarinn Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður fyrir að eiga að hafa logið að þingmönnum. Lindsey Halligan, sami saksóknari og ákærði Comey, sem Trump skipaði nýverið eftir að hafa bolað forvera hennar úr starfi þegar hann neitaði að ákæra Comey, hefur nú ákært James. Halligan hafði fyrir það enga reynslu af saksóknarastörfum en hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps. Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmaður Trumps og núverandi alríkissaksóknari.AP/Jacquelyn Martin Samkvæmt heimildum AP flutti Halligan sjálf málið fyrir ákærudómstólnum, eins og hún gerði í máli Comey. Comey var ákærður nokkrum dögum áður en meint brot hans fyrndist. Sjá einnig: Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Comey fór fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Lögmaður hans fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Krafðist ákæra opinberlega, fyrir mistök Þann 20. september birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði beint til Bondi. Forsetinn krafðist þess meðal annars að Bondi ákærði Letitiu James, James Comey og Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins. Í færslunni kvartaði Trump sáran yfir því að það hefði ekki verið gert þegar. Trump nefndi sérstaklega að hann hefði sjálfur verið tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot og fimm sinnum af saksóknurum fyrir meinta glæpi. „ÚT AF ENGU. RÉTTLÆTI SKAL NÁÐ, NÚNA!!!“ Ráðuneytið hafði þegar rannsakað bæði James og Comey á þessu ári og hafði verið ákveðið að ákæra þau ekki. Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að færslan sem nefnd er hér að ofan hafi átt að vera einkaskilaboð til Bondi. Heimildarmenn miðilsins segja það hafa komið Trump á óvart þegar honum var sagt að hann hefði birt færsluna opinberlega. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Trump var í september 2023 sakfelldur fyrir fjársvik, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Hann var fundinn sekur um að hafa frá árinu 2011 til 2021, platað banka og tryggingafyrirtæki til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Á þessu mun Trump og fjölskylda hans hafa grætt margar milljónir dala í gegnum árin. Það var Letita James sem rak það mál gegn Trump en nú hefur ákærudómstóll í Virginíu ákært hana fyrir fjársvik, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í yfirlýsingu frá Lindsey Halligan, alríkissaksóknara í Virginíu, segir að James sá ákærð fyrir bankasvik og skjalafals. Halligan, segir alla jafna fyrir lögum og að James standi frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Trump hefur beint spjótum sínum að James um nokkuð skeið og meðal annars vegna þess að hún á að hafa logið á lánaumsókn vegna húsakaupa. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi gert mistök við lánaumsókn en það hafi strax verið leiðrétt og hafi ekki komið niður á lánaveitanda hennar. Málið hefur ratað á borð dómara sem Joe Biden, forveri Trumps, skipaði í embætti árið 2023. Sami nýi saksóknarinn Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður fyrir að eiga að hafa logið að þingmönnum. Lindsey Halligan, sami saksóknari og ákærði Comey, sem Trump skipaði nýverið eftir að hafa bolað forvera hennar úr starfi þegar hann neitaði að ákæra Comey, hefur nú ákært James. Halligan hafði fyrir það enga reynslu af saksóknarastörfum en hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps. Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmaður Trumps og núverandi alríkissaksóknari.AP/Jacquelyn Martin Samkvæmt heimildum AP flutti Halligan sjálf málið fyrir ákærudómstólnum, eins og hún gerði í máli Comey. Comey var ákærður nokkrum dögum áður en meint brot hans fyrndist. Sjá einnig: Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Comey fór fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Lögmaður hans fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Krafðist ákæra opinberlega, fyrir mistök Þann 20. september birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði beint til Bondi. Forsetinn krafðist þess meðal annars að Bondi ákærði Letitiu James, James Comey og Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins. Í færslunni kvartaði Trump sáran yfir því að það hefði ekki verið gert þegar. Trump nefndi sérstaklega að hann hefði sjálfur verið tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot og fimm sinnum af saksóknurum fyrir meinta glæpi. „ÚT AF ENGU. RÉTTLÆTI SKAL NÁÐ, NÚNA!!!“ Ráðuneytið hafði þegar rannsakað bæði James og Comey á þessu ári og hafði verið ákveðið að ákæra þau ekki. Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að færslan sem nefnd er hér að ofan hafi átt að vera einkaskilaboð til Bondi. Heimildarmenn miðilsins segja það hafa komið Trump á óvart þegar honum var sagt að hann hefði birt færsluna opinberlega.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira