Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Kári Mímisson skrifar 9. október 2025 22:02 Stefán Árnason er nú aðalþjálfari Aftureldingar. vísir/Viktor Freyr Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. „Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
„Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira