Halla og Þorbjörg á leið til Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 08:04 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink/Ívar Fannar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira