Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 13:01 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira