Innlent

Biden í geisla­með­ferð við krabba­meini

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Joe Biden hefur verið í lyfjameðferð undanfarna mánuði.
Joe Biden hefur verið í lyfjameðferð undanfarna mánuði. AP

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur hafið geislameðferð við blöðruhálskrabbameini. Meinið fannst í maí síðastliðnum en krabbamein í blöðruhálsi er gríðarlega algengt meðal karla yfir áttræðu.

Greint var frá því í maí að sérlega ágengt krabbamein hefði fundist við skoðun. Læknar hefðu fundið smávægilegan hnúð á blöðruhálskirtli Biden sem reyndist hafa dreift úr sér í beinin. 

Forsetinn fyrrverandi hefur verið í lyfjameðferð undanfarna mánuði.

Biden var upplitsdjarfur í yfirlýsingum sínum í kjölfar greiningarinnar. Hann sagðist vænta þess að sigrast á meininu. Hann verður 83 ára gamall í nóvember.


Tengdar fréttir

Joe Biden með krabbamein

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindist á föstudag með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×