Handbolti

Viktor Gísli skallaði slána í Meistara­deildar­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson er á sínu fyrsta tímabili með spænska stórliðinu Barcelona.
Viktor Gísli Hallgrímsson er á sínu fyrsta tímabili með spænska stórliðinu Barcelona. EPA/Anna Szilagyi

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er hávaxinn. Það hjálpar honum vissulega að loka markinu en getur líka búið til vandamál inn á handboltavellinum.

Viktor Gísli og félagar í Barcelona unnu góðan sigur á pólska liðinu PICK Szeged í Meistaradeildinni í vikunni en eitt skotanna sem Viktor varði í leiknum kom myndbandi með honum í umferð á netmiðlum.

Ástæðan er að Viktor Gísli skallaði slána um leið og hann varði.

Íslenski markvörðurinn ætlaði að hoppa upp til að ýta boltanum yfir markið en því miður fyrir hann var hann kominn inn í markið og rak hausinn því í slána.

Viktori varð ekki meint af þessu þótt þetta hafi vissulega verið mjög sárt.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið og dæmi um hvernig evrópska handknattleikssambandið grínaðist með ólukku okkar manns. Já, það er stundum slæmt að vera hávaxinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×