Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. október 2025 21:20 Eftiríking af Fanganum í Kákasus eftur Akexander Púshkin sem skipt var út fyrir dýrmætt upprunalegt eintak háskólabókasafnsins í Varsjá. Getty Á annað hundrað fágætra bóka hafa horfið af bókasöfnum evrópskra stórborga undanfarin ár. Í sumum tilfellum fólust meint rán ekki í meiru en að skila ekki bók í útláni en í öðrum var greinilega um skipulagðan verknað og einbeittan brotavilja að ræða. Bækurnar eiga það allar sameiginlegt að vera kanónuverk rússneskra bókmennta. Ungur maður og ung kona kynna sig undir fölsku nafni í móttöku háskólabókasafnsins í Varsjá í október 2023. Þau koma sér fyrir aftast í lestrarsal bókasafnsins þar sem þau höfðu beðið um að fá að blaða í átta gulnuðum bókum úr læstum hirslum safnsins. Um var að ræða átta fágæt eintök af bókum stórskáldanna rússnesku Alexanders Púshkin og Nikolajs Gogol. Þau rýndu í bækurnar, mældu þær og tóku af þeim myndir. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við að eitthvað misjafnt væri á seyði þegar tvíeykið sneri ekki aftur úr reykingarpásunni sinni. Þegar þau litu á yfirgefið skrifborð þeirra kom á daginn að fimm bækur vantaði. Ein þeirra var söguljóð Púshkin um bræðurna þjófóttu. Bókasöfnin auðveld skotmörk Á þessari frásögn hefst umfangsmikil umfjöllun Guardian um bókastuld víða um Evrópu. Á árunum 2022 og 2023 var 170 gömlum rússneskum bókum stolið úr evrópskum bókasöfnum að andvirði tæplega 400 milljóna króna. Flestar eru bækurnar eftir Alexander Púshkin, Nikolaj Gogol og Mikhael Lermontov og allar eiga þær það sameiginlegt að vera meistaraverk rússneskra kanónuskálda. Starfsmenn háskólabókasafnsins í Varsjá fóru vel yfir lager sinn eftir að upp komst um stuldinn sem tíundaður var hér að ofan. Í ljós kom að 74 bókum til viðbótar hefði verið hnuplað og skipt út fyrir hágæðaeftirlíkingar. Bókaþjófnaðurinn rataði á forsíður pólsku blaðanna en nú hefur Guardian leitt í ljós að það hafi alls ekki verið um einangrað atvik að ræða. Portrett af Alexander Púshkin eftir Orest Adamovítsj Kíprenskíj.Getty Bækur höfðu nefnilega horfið úr þjóðarbókhlöðu Lettlands í Ríga, tveimur háskólabókasöfnum í Eistlandi, háskólabókasafninu í Vilníus, þjóðarbókhlöðu Finnlands í Helsinki, þjóðarbókhlöðu Tékklands í Prag, Diderot-bókasafninu í Lyon, Bibliothèque national de France og Bibliothèque universitaire des langues et civilisations í París, bókasafninu í Genf í Sviss, Staatsbibliothek í Berlín og Bayerische staatsbibliothek í München. „Hvað varðar umfang og skipulagningu höfum við aldrei áður tekist á við neitt þessu líkt. Bókasöfn eru einfaldlega ekki vön því að líta á sig sem möguleg fórnarlömb stórfelldra glæpa,“ er haft eftir Lauru Bellen, saksóknara við héraðsdómstól Suður-Eistlands en hún var ein sú fyrsta til að rannsaka bókastuldinn. Mynstur þvert yfir álfuna Fram kemur í umfjölluninni að þjófnaðurinn hafi farið fram með svipuðum hætti í hvert sinn. Tveir einstaklingar færu á bókasafnið undir fölskum nöfnum og báðu um að fá að fletta í fágætum rússneskum bókum. Ef vel var fylgst með þeim myndi einn dreifa athygli bókasafnsvarðanna á meðan hinn komst undan með bækurnar í fanginu. Í Varsjá þóttust þau vera Slóvakar, í Helsinki Pólverjar. Í Ríga kváðust þjófarnir vera úkraínskir flóttamenn sem vildu lesa sér til um sögu Rússlands. Strax um vorið 2022 fór yfirvöld að gruna að bækurnar horfnu tengdust með einhverjum hætti. Maður var handtekinn í desember sama árs í Lettlandi eftir að erfðaefni úr honum fannst á einni bókanna sem skildar voru eftir við ránið. Í fórum hins grunaða fundust svo bókasafnskort frá München, Vilníus, París, Kænugarði og Vínarborg, auk hellings af bókasafnsstimplum og verkfæri til að gera við skemmdar bækur. Borin voru kennsl á manninn sem reyndist heita Beqa Tsirekidze, 46 ára Georgíumaður. Erfðaefni úr honum fannst einnig á vettvangi annars bókaráns í Eistlandi. Í mars 2024 afréð Eurojust, stofnun Evrópusambandsins á sviði ákærumála sem teygja sig yfir landamæri, að hefja rannsókn á málinu. Lögreglumenn frá Frakklandi, Litháen, Póllandi og Sviss tóku þátt í rannsókninni. Saksóknari og fulltrúi Póllands í teyminu sagðist ekki trúa því að þjófabálkur gæti skipulagt rán á þessum skala án aðkomu ríkis. Miðbær Tblísí, höfuðborgar Georgíu.Getty Alexander Púshkin er þjóðskáld Rússlands og rómaður höfundur um allan heim. Bækur eftir hann eru kannski ekki á hverju íslensku heimili en hann skrifaði enda aðallega ljóð sem þola verr þýðingar en skáldsögur. Frægasta verk hans í Vesturlöndum er eflaust söguljóðið um Jevgeníj Ónegin sem Tsjaíkovskíj samdi síðar tónlist við. Skáldskapur Púshkin var stórbrotinn en óljós hugmyndafræði hans og staða hans í efstu lögum þjóðfélags keisarans hefur gert alls konar ólíkum hreyfingum kleift að gera tilkall til hans. Hann var þannig hylltur jafnt á tímum Stalíns og Pútíns. Það var svo í nóvember ársins 2023, átta mánuðum eftir að rannsóknarteymi Eurojust var komið upp, að til tíðinda bar. Mikheil Zamtaradze, annar Georgíumaður, var handtekinn á flugvellinum í Brussel vegna gruns um aðild að bókaránum í París og Vilníus. Hann var framseldur til Litháen á grunni evrópskrar handtökuskipunar. 24. apríl 2024 voru svo fjórir Georgíumenn til viðbótar handteknir í Georgíu og loks einn enn 16. maí sama árs. Ein hinna handteknu gekkst við því að hafa verið helmingur tvíeykisins sem framdi ránið í Varsjá. Ana Gogoladze bar vitni fyrir dómi í Tblísí, höfuðborg Georgíu, í október ársins 2024. Hún sagði að mánuði fyrir ránið í Varsjá höfðu sér borist skilaboð frá eiginmanni sínum, Mate Tsirekidze sem er jafnframt sonur fyrrgreinds Beqa Tsirekidze sem var dæmdur fyrir bókarán í Lettlandi og Eistlandi. Gogoladze og Mate höfðu verið gift í nokkur ár og eignast barn en voru ekki í samskiptum þegar skilaboðin bárust. Mate bað Önu um að koma með sér til Póllands til að stela bókum. Í Tblísí fengu þau fölsuð persónuskilríki og flugmiða til Varsjár. Í kjölfar ránsins fleygðu þau skilríkjunum og tóku leigubíl til annarrar pólskrar borgar sem Ana mundi ekki hvað héti, þaðan fóru þau til Vínarborgar þar sem þau afhentu bækurnar tengiliði og flugu svo aftur til Tblísí. Hjónin voru dæmd til fangelsisvistar fyrir aðkomu sína að ráninu. Bækurnar sendar með strætó til Hvíta-Rússlands Í apríl í ár varpaði ný uppgötvun frekara ljósi á málið. Mikheil Zamtaradze, maðurinn sem var handtekinn á flugvellinum í Brussel í nóvember 2023, var ákærður í Vilníus, höfuðborg Litháen. Hann var grunaður um þjófnað á sautján bókum að andvirði tæplega hundrað milljóna króna. Fyrir dómi neitaði hann ekki að hafa stolið bókunum en lýsti þjófnaðinum sem tækifærisglæp. Þessi málflutningur hans virtist þó ekki koma heim og saman við raunveruleikann. Franska rannsóknarlögreglan hafði nefnilega komist að því að Zamtaradze hefði ferðast vítt og breitt um Evrópu. Hann hafði farið til Litháens, Póllands, Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Tékklands, Eistlands og Úkraínu, allt á tveggja ára tímabili, og allt á atvinnuleysisbótum að hans eigin sögn. Síðar í málaferlinu kom einnig á daginn að hann hefði ítrekað dvalið á sömu gistihúsum og aðrir grunaðir bókaþjófar sem hann kvaðst ekki tengjast að neinum hætti. Í júní var hann sakfelldur og dæmdur í fangelsisvist í Litháen til þriggja ára og fjögurra mánaða. Ljóðasafn Púshkin í rústum íbúðar í Dónetskhéraði Úkraínu.Getty Zamtaradze gekkst við því að hafa skipt fágætum rússneskum bókum út fyrir eftirlíkingar og sent upprunalegu eintökin til Mínsk í Hvíta-Rússlandi með strætisvagni. Engin upprunalegu eintakanna hafa hins vegar fundist til þessa. Þar að auki er enn fjöldinn allur af bókum sem ekki hefur tekist að tengja Georgíumönnunum eða nokkrum öðrum. „Ég hef enga von um að við fáum þær aftur í bráð. Það krefðist samvinnu með Rússum og á meðan við erum nánast í stríði er það ómögulegt,“ er haft eftir Bartosz Jandy pólskum saksóknara. Rússland Bókasöfn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Ungur maður og ung kona kynna sig undir fölsku nafni í móttöku háskólabókasafnsins í Varsjá í október 2023. Þau koma sér fyrir aftast í lestrarsal bókasafnsins þar sem þau höfðu beðið um að fá að blaða í átta gulnuðum bókum úr læstum hirslum safnsins. Um var að ræða átta fágæt eintök af bókum stórskáldanna rússnesku Alexanders Púshkin og Nikolajs Gogol. Þau rýndu í bækurnar, mældu þær og tóku af þeim myndir. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við að eitthvað misjafnt væri á seyði þegar tvíeykið sneri ekki aftur úr reykingarpásunni sinni. Þegar þau litu á yfirgefið skrifborð þeirra kom á daginn að fimm bækur vantaði. Ein þeirra var söguljóð Púshkin um bræðurna þjófóttu. Bókasöfnin auðveld skotmörk Á þessari frásögn hefst umfangsmikil umfjöllun Guardian um bókastuld víða um Evrópu. Á árunum 2022 og 2023 var 170 gömlum rússneskum bókum stolið úr evrópskum bókasöfnum að andvirði tæplega 400 milljóna króna. Flestar eru bækurnar eftir Alexander Púshkin, Nikolaj Gogol og Mikhael Lermontov og allar eiga þær það sameiginlegt að vera meistaraverk rússneskra kanónuskálda. Starfsmenn háskólabókasafnsins í Varsjá fóru vel yfir lager sinn eftir að upp komst um stuldinn sem tíundaður var hér að ofan. Í ljós kom að 74 bókum til viðbótar hefði verið hnuplað og skipt út fyrir hágæðaeftirlíkingar. Bókaþjófnaðurinn rataði á forsíður pólsku blaðanna en nú hefur Guardian leitt í ljós að það hafi alls ekki verið um einangrað atvik að ræða. Portrett af Alexander Púshkin eftir Orest Adamovítsj Kíprenskíj.Getty Bækur höfðu nefnilega horfið úr þjóðarbókhlöðu Lettlands í Ríga, tveimur háskólabókasöfnum í Eistlandi, háskólabókasafninu í Vilníus, þjóðarbókhlöðu Finnlands í Helsinki, þjóðarbókhlöðu Tékklands í Prag, Diderot-bókasafninu í Lyon, Bibliothèque national de France og Bibliothèque universitaire des langues et civilisations í París, bókasafninu í Genf í Sviss, Staatsbibliothek í Berlín og Bayerische staatsbibliothek í München. „Hvað varðar umfang og skipulagningu höfum við aldrei áður tekist á við neitt þessu líkt. Bókasöfn eru einfaldlega ekki vön því að líta á sig sem möguleg fórnarlömb stórfelldra glæpa,“ er haft eftir Lauru Bellen, saksóknara við héraðsdómstól Suður-Eistlands en hún var ein sú fyrsta til að rannsaka bókastuldinn. Mynstur þvert yfir álfuna Fram kemur í umfjölluninni að þjófnaðurinn hafi farið fram með svipuðum hætti í hvert sinn. Tveir einstaklingar færu á bókasafnið undir fölskum nöfnum og báðu um að fá að fletta í fágætum rússneskum bókum. Ef vel var fylgst með þeim myndi einn dreifa athygli bókasafnsvarðanna á meðan hinn komst undan með bækurnar í fanginu. Í Varsjá þóttust þau vera Slóvakar, í Helsinki Pólverjar. Í Ríga kváðust þjófarnir vera úkraínskir flóttamenn sem vildu lesa sér til um sögu Rússlands. Strax um vorið 2022 fór yfirvöld að gruna að bækurnar horfnu tengdust með einhverjum hætti. Maður var handtekinn í desember sama árs í Lettlandi eftir að erfðaefni úr honum fannst á einni bókanna sem skildar voru eftir við ránið. Í fórum hins grunaða fundust svo bókasafnskort frá München, Vilníus, París, Kænugarði og Vínarborg, auk hellings af bókasafnsstimplum og verkfæri til að gera við skemmdar bækur. Borin voru kennsl á manninn sem reyndist heita Beqa Tsirekidze, 46 ára Georgíumaður. Erfðaefni úr honum fannst einnig á vettvangi annars bókaráns í Eistlandi. Í mars 2024 afréð Eurojust, stofnun Evrópusambandsins á sviði ákærumála sem teygja sig yfir landamæri, að hefja rannsókn á málinu. Lögreglumenn frá Frakklandi, Litháen, Póllandi og Sviss tóku þátt í rannsókninni. Saksóknari og fulltrúi Póllands í teyminu sagðist ekki trúa því að þjófabálkur gæti skipulagt rán á þessum skala án aðkomu ríkis. Miðbær Tblísí, höfuðborgar Georgíu.Getty Alexander Púshkin er þjóðskáld Rússlands og rómaður höfundur um allan heim. Bækur eftir hann eru kannski ekki á hverju íslensku heimili en hann skrifaði enda aðallega ljóð sem þola verr þýðingar en skáldsögur. Frægasta verk hans í Vesturlöndum er eflaust söguljóðið um Jevgeníj Ónegin sem Tsjaíkovskíj samdi síðar tónlist við. Skáldskapur Púshkin var stórbrotinn en óljós hugmyndafræði hans og staða hans í efstu lögum þjóðfélags keisarans hefur gert alls konar ólíkum hreyfingum kleift að gera tilkall til hans. Hann var þannig hylltur jafnt á tímum Stalíns og Pútíns. Það var svo í nóvember ársins 2023, átta mánuðum eftir að rannsóknarteymi Eurojust var komið upp, að til tíðinda bar. Mikheil Zamtaradze, annar Georgíumaður, var handtekinn á flugvellinum í Brussel vegna gruns um aðild að bókaránum í París og Vilníus. Hann var framseldur til Litháen á grunni evrópskrar handtökuskipunar. 24. apríl 2024 voru svo fjórir Georgíumenn til viðbótar handteknir í Georgíu og loks einn enn 16. maí sama árs. Ein hinna handteknu gekkst við því að hafa verið helmingur tvíeykisins sem framdi ránið í Varsjá. Ana Gogoladze bar vitni fyrir dómi í Tblísí, höfuðborg Georgíu, í október ársins 2024. Hún sagði að mánuði fyrir ránið í Varsjá höfðu sér borist skilaboð frá eiginmanni sínum, Mate Tsirekidze sem er jafnframt sonur fyrrgreinds Beqa Tsirekidze sem var dæmdur fyrir bókarán í Lettlandi og Eistlandi. Gogoladze og Mate höfðu verið gift í nokkur ár og eignast barn en voru ekki í samskiptum þegar skilaboðin bárust. Mate bað Önu um að koma með sér til Póllands til að stela bókum. Í Tblísí fengu þau fölsuð persónuskilríki og flugmiða til Varsjár. Í kjölfar ránsins fleygðu þau skilríkjunum og tóku leigubíl til annarrar pólskrar borgar sem Ana mundi ekki hvað héti, þaðan fóru þau til Vínarborgar þar sem þau afhentu bækurnar tengiliði og flugu svo aftur til Tblísí. Hjónin voru dæmd til fangelsisvistar fyrir aðkomu sína að ráninu. Bækurnar sendar með strætó til Hvíta-Rússlands Í apríl í ár varpaði ný uppgötvun frekara ljósi á málið. Mikheil Zamtaradze, maðurinn sem var handtekinn á flugvellinum í Brussel í nóvember 2023, var ákærður í Vilníus, höfuðborg Litháen. Hann var grunaður um þjófnað á sautján bókum að andvirði tæplega hundrað milljóna króna. Fyrir dómi neitaði hann ekki að hafa stolið bókunum en lýsti þjófnaðinum sem tækifærisglæp. Þessi málflutningur hans virtist þó ekki koma heim og saman við raunveruleikann. Franska rannsóknarlögreglan hafði nefnilega komist að því að Zamtaradze hefði ferðast vítt og breitt um Evrópu. Hann hafði farið til Litháens, Póllands, Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Tékklands, Eistlands og Úkraínu, allt á tveggja ára tímabili, og allt á atvinnuleysisbótum að hans eigin sögn. Síðar í málaferlinu kom einnig á daginn að hann hefði ítrekað dvalið á sömu gistihúsum og aðrir grunaðir bókaþjófar sem hann kvaðst ekki tengjast að neinum hætti. Í júní var hann sakfelldur og dæmdur í fangelsisvist í Litháen til þriggja ára og fjögurra mánaða. Ljóðasafn Púshkin í rústum íbúðar í Dónetskhéraði Úkraínu.Getty Zamtaradze gekkst við því að hafa skipt fágætum rússneskum bókum út fyrir eftirlíkingar og sent upprunalegu eintökin til Mínsk í Hvíta-Rússlandi með strætisvagni. Engin upprunalegu eintakanna hafa hins vegar fundist til þessa. Þar að auki er enn fjöldinn allur af bókum sem ekki hefur tekist að tengja Georgíumönnunum eða nokkrum öðrum. „Ég hef enga von um að við fáum þær aftur í bráð. Það krefðist samvinnu með Rússum og á meðan við erum nánast í stríði er það ómögulegt,“ er haft eftir Bartosz Jandy pólskum saksóknara.
Rússland Bókasöfn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira