„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2025 13:45 Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent