„Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. október 2025 20:00 Emma Guðrún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara,“ segir Emma Guðrún Davíðsdóttir ungfrú Kvígindisfjörður. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emma Guðrún Davíðsdóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli: Ég vinn hjá Te og Kaffi og hjá Frímúrarareglunni, samhliða því að ég er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ákveðin, áhugasöm og vinnusöm. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég sé að keppa í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín og pabbi minn! Hvað hefur mótað þig mest? Reynsla og það að gera mistök, auk þess að læra af þeim fyrir persónulegan þroska. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Ég lenti nýlega í bílslysi sem hafði gríðarleg áhrif á mitt daglega líf. Það var sérstaklega erfitt að missa fyrsta bílinn minn og að vera slökuð á hálsi, öxl og baki, auk þess sem ég fékk heilahristing. Það versta var að þegar ég fór á bráðamóttökuna beið ég í fjórar klukkustundir, en læknirinn talaði aðeins við mig í tvær mínútur. Hann sagði að ég væri bara smá tognuð á hálsinum og ráðlagði mér að fara heim, taka verkjalyf og sofa. Viku síðar fór ég á heilsugæslu, þar sem kom í ljós að ég hafði fengið heilahristing og skaða í háls, baki og öxl. Ég þurfti að fara í segulómun og fá sérstök lyf fyrir bakið. Enn í dag berst ég við eftirverkjar slyssins. Allt þetta gerðist sama dag og mér var boðið í viðtal fyrir Ungfrú Ísland Teen. Hverju ertu stoltust af? Að vera íslensk kona. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og vinir. Ég er alltaf þakklát fyrir fólkið mitt sem styður mig og er alltaf til staðar fyrir mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég vinn best undir stressi og álagi og tek því yfirleitt mjög vel. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Á sviði árið 2023, þegar ég keppti í Skrekk, steig ég óvart á bestu vinkonu mína í lok atriðisins. Eftir á kom í ljós að ég hafði brotið á henni höndina! Þrátt fyrir þetta óhapp náðum við samt að komast í úrslitin. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður ekki. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Góð samskipti, traust vinátta, góður húmor, góðhjörtuð manneskja og jákvæðni. En óheillandi? Dónaskapur, skortur á metnaði og neikvæðni. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína – auk þess er ég hrædd við nálur, sprautur og blóðprufur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að stofna fjölskyldu, flutt að heiman, lokið námi og komin í draumastarfið mitt. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Jólamaturinn sem pabbi gerir – hamborgarhryggur, grænar baunir, sykurhúðaðar kartöflur og brún sósa! Hvaða lag tekur þú í karókí? I Can’t Go On Without You – Kaleo, When I Was Your Man – Bruno Mars eða Vor í Vaglaskógi – Kaleo. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt mikið af frægu fólki, en nokkrir frímúrarar sem eru mjög þekktir hér á Íslandi hafa komið við sögu í vinnunni minni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst betra að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi kaupa mér nýjan bíl, þar sem ég missti minn í slysinu. Restina myndi ég setja í bankann og safna vöxtum til að geta keypt mér íbúð í framtíðinni. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara! Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef styrkt sjálfstraustið mitt gríðarlega mikið og er orðin mun ákveðnari en áður. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Líkamsárásum og andlegrri vanlíðan. Börn, unglingar og fullorðið fólk eiga rétt á að líða illa, en það mikilvægasta er að leita sér hjálpar og tala um tilfinningar sínar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að vera góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðir. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vonast til að geta verið góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum öll einstök á okkar eigin hátt, en ég legg metnað minn í að vera sjálf og sýna jákvæðni. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Hegðun. Mér finnst hegðun unglinga hafa versnað með árunum. Og hvernig mætti leysa það? Ég hugsa alltaf að ef ég vil breyta heiminum, þá þarf ég að byrja á mér sjálfri. Foreldrar og fullorðnir geta svo alltaf stutt og leiðrétt þegar á þarf að halda. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Við lifum í nútímanum – ekki fortíðinni. Fegurðarsamkeppnir í dag eru allt öðruvísi en áður. Margir átta sig ekki á því að þetta er ótrúlega skemmtilegt ferli sem snýst ekki um útlit eða fegurð, heldur um sjálfsöryggi, vináttu og reynslu. Ég er ekki í þessari keppni til að keppa í fegurð – heldur til að hafa gaman og skapa fallegar minningar. Ungfrú Ísland Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emma Guðrún Davíðsdóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli: Ég vinn hjá Te og Kaffi og hjá Frímúrarareglunni, samhliða því að ég er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ákveðin, áhugasöm og vinnusöm. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég sé að keppa í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín og pabbi minn! Hvað hefur mótað þig mest? Reynsla og það að gera mistök, auk þess að læra af þeim fyrir persónulegan þroska. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Ég lenti nýlega í bílslysi sem hafði gríðarleg áhrif á mitt daglega líf. Það var sérstaklega erfitt að missa fyrsta bílinn minn og að vera slökuð á hálsi, öxl og baki, auk þess sem ég fékk heilahristing. Það versta var að þegar ég fór á bráðamóttökuna beið ég í fjórar klukkustundir, en læknirinn talaði aðeins við mig í tvær mínútur. Hann sagði að ég væri bara smá tognuð á hálsinum og ráðlagði mér að fara heim, taka verkjalyf og sofa. Viku síðar fór ég á heilsugæslu, þar sem kom í ljós að ég hafði fengið heilahristing og skaða í háls, baki og öxl. Ég þurfti að fara í segulómun og fá sérstök lyf fyrir bakið. Enn í dag berst ég við eftirverkjar slyssins. Allt þetta gerðist sama dag og mér var boðið í viðtal fyrir Ungfrú Ísland Teen. Hverju ertu stoltust af? Að vera íslensk kona. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og vinir. Ég er alltaf þakklát fyrir fólkið mitt sem styður mig og er alltaf til staðar fyrir mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég vinn best undir stressi og álagi og tek því yfirleitt mjög vel. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Á sviði árið 2023, þegar ég keppti í Skrekk, steig ég óvart á bestu vinkonu mína í lok atriðisins. Eftir á kom í ljós að ég hafði brotið á henni höndina! Þrátt fyrir þetta óhapp náðum við samt að komast í úrslitin. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður ekki. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Góð samskipti, traust vinátta, góður húmor, góðhjörtuð manneskja og jákvæðni. En óheillandi? Dónaskapur, skortur á metnaði og neikvæðni. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína – auk þess er ég hrædd við nálur, sprautur og blóðprufur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að stofna fjölskyldu, flutt að heiman, lokið námi og komin í draumastarfið mitt. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Jólamaturinn sem pabbi gerir – hamborgarhryggur, grænar baunir, sykurhúðaðar kartöflur og brún sósa! Hvaða lag tekur þú í karókí? I Can’t Go On Without You – Kaleo, When I Was Your Man – Bruno Mars eða Vor í Vaglaskógi – Kaleo. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt mikið af frægu fólki, en nokkrir frímúrarar sem eru mjög þekktir hér á Íslandi hafa komið við sögu í vinnunni minni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst betra að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi kaupa mér nýjan bíl, þar sem ég missti minn í slysinu. Restina myndi ég setja í bankann og safna vöxtum til að geta keypt mér íbúð í framtíðinni. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara! Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef styrkt sjálfstraustið mitt gríðarlega mikið og er orðin mun ákveðnari en áður. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Líkamsárásum og andlegrri vanlíðan. Börn, unglingar og fullorðið fólk eiga rétt á að líða illa, en það mikilvægasta er að leita sér hjálpar og tala um tilfinningar sínar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að vera góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðir. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vonast til að geta verið góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum öll einstök á okkar eigin hátt, en ég legg metnað minn í að vera sjálf og sýna jákvæðni. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Hegðun. Mér finnst hegðun unglinga hafa versnað með árunum. Og hvernig mætti leysa það? Ég hugsa alltaf að ef ég vil breyta heiminum, þá þarf ég að byrja á mér sjálfri. Foreldrar og fullorðnir geta svo alltaf stutt og leiðrétt þegar á þarf að halda. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Við lifum í nútímanum – ekki fortíðinni. Fegurðarsamkeppnir í dag eru allt öðruvísi en áður. Margir átta sig ekki á því að þetta er ótrúlega skemmtilegt ferli sem snýst ekki um útlit eða fegurð, heldur um sjálfsöryggi, vináttu og reynslu. Ég er ekki í þessari keppni til að keppa í fegurð – heldur til að hafa gaman og skapa fallegar minningar.
Ungfrú Ísland Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira