Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:00 Árásirnar voru framdar utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Vísir/Anton Brink Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur. Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira