„Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 14:28 Ósk Gunnars og Aron Þór Leifsson trúlofuðu sig í annað sinn í maraþoninu í Chicago. Aðsend „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir markaðs- og viðburðastýran Ósk Gunnarsdóttir sem átti vægast sagt viðburðaríka helgi í Chicago þar sem hún tók þátt í maraþoni sem endaði með trúlofun. Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir
Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira