D'Angelo er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2025 16:27 D'Angelo gaf út þrjár plötur á ferli sínum en þær fengu allar frábæra dóma. Getty Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar. Bandaríski dægurmiðillinn TMZ greinir frá andláti hans og hefur eftir heimildum sínum tengdum fjölskyldu tónlistarmannsins og fyrrverandi umboðsmanns hans, Kedars Massenberg, að hann hafi dáið í New York í morgun. D'Angelo spratt fram á sjónarsviðið eftir að hafa pródúserað smáskífuna „U will Know“ með R&B-súpegrúppunni Black Men United árið 1994. D'Angelo var algjört kyntákn undir lok tíunda áratugarins og í byrjun fyrsta áratugar þessarar aldar.Getty Hann gaf út fyrstu plötu sína Brown Sugar árið 1995 og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og seldist í milljón eintökum. Smáskífuna „Lady“ er að finna á þeirri plötu en hún er sennilega stærsti smellur tónlistarmannsins. D'Angelo vann í kjölfarið náið með tónlistarkonum á borð við Erykuh Badu, Lauryn Hill og Angie Stone, þáverandi kærustu sína. Frumrauninni fylgdi D'Angelo eftir með plötunni Voodoo sem kom út um aldamótin, fór beint á topp bandaríska Billboard 200-listans og hlaut enn betri dóma en frumraunin. Fyrir aðalsmáskífu plötunnar, „Untitled (How Does It Feel)“ hlaut D'Angelo Grammy-verðlaun fyrir besta R&B-flutning karlmanns meðan Voodoo var valin besta R&B-platan á hátíðinni. Alls vann hann fjögur Grammy-verðlaun á ferli sínum. Velgengninni fylgdi mikil umfjöllun og var D'Angelo gerður að kyntákni í fjölmiðlum. Hann átti erfitt með umfjöllunin, glímdi um árabil við alkóhólisma, lenti í nokkrum bílslysum og dró sig á endanum úr sviðsljósinu. Eftir þrettán ár fjarri auga almennings sneri D'Angelo aftur með sína þriðju plötu, Black Messiah, sem líkt og fyrri plöturnar tvær hlaut frábæra dóma. Var honum lýst af GQ sem næsta Marvin Gaye í kjölfar útgáfunnar. Síðustu ár hefur lítið farið fyrir tónlistarmanninum og samkvæmt tónlistarmanninum Raphael Saadiq var D'Angelo að vinna að sinni fjórðu plötu þegar hann lést. Hann skilur eftir sig tvo eftirlifandi syni og eina dóttur. Móðir elsta sonar hans var fyrrnefnd Angie Stone sem lést voveiflega fyrr á árinu í bílslysi, aðeins 63 ára gömul. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fleiri fréttir Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Sjá meira
Bandaríski dægurmiðillinn TMZ greinir frá andláti hans og hefur eftir heimildum sínum tengdum fjölskyldu tónlistarmannsins og fyrrverandi umboðsmanns hans, Kedars Massenberg, að hann hafi dáið í New York í morgun. D'Angelo spratt fram á sjónarsviðið eftir að hafa pródúserað smáskífuna „U will Know“ með R&B-súpegrúppunni Black Men United árið 1994. D'Angelo var algjört kyntákn undir lok tíunda áratugarins og í byrjun fyrsta áratugar þessarar aldar.Getty Hann gaf út fyrstu plötu sína Brown Sugar árið 1995 og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og seldist í milljón eintökum. Smáskífuna „Lady“ er að finna á þeirri plötu en hún er sennilega stærsti smellur tónlistarmannsins. D'Angelo vann í kjölfarið náið með tónlistarkonum á borð við Erykuh Badu, Lauryn Hill og Angie Stone, þáverandi kærustu sína. Frumrauninni fylgdi D'Angelo eftir með plötunni Voodoo sem kom út um aldamótin, fór beint á topp bandaríska Billboard 200-listans og hlaut enn betri dóma en frumraunin. Fyrir aðalsmáskífu plötunnar, „Untitled (How Does It Feel)“ hlaut D'Angelo Grammy-verðlaun fyrir besta R&B-flutning karlmanns meðan Voodoo var valin besta R&B-platan á hátíðinni. Alls vann hann fjögur Grammy-verðlaun á ferli sínum. Velgengninni fylgdi mikil umfjöllun og var D'Angelo gerður að kyntákni í fjölmiðlum. Hann átti erfitt með umfjöllunin, glímdi um árabil við alkóhólisma, lenti í nokkrum bílslysum og dró sig á endanum úr sviðsljósinu. Eftir þrettán ár fjarri auga almennings sneri D'Angelo aftur með sína þriðju plötu, Black Messiah, sem líkt og fyrri plöturnar tvær hlaut frábæra dóma. Var honum lýst af GQ sem næsta Marvin Gaye í kjölfar útgáfunnar. Síðustu ár hefur lítið farið fyrir tónlistarmanninum og samkvæmt tónlistarmanninum Raphael Saadiq var D'Angelo að vinna að sinni fjórðu plötu þegar hann lést. Hann skilur eftir sig tvo eftirlifandi syni og eina dóttur. Móðir elsta sonar hans var fyrrnefnd Angie Stone sem lést voveiflega fyrr á árinu í bílslysi, aðeins 63 ára gömul.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fleiri fréttir Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Sjá meira