Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. október 2025 22:09 Reynir Traustason þarf að greiða Ingva Hrafni Hálfdánssyni 350.000 krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og eina milljón í málskostnað. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði fyrir að hafa nafngreint rangan árásarmann í umfjöllun um hnífaárás á veitingastað. Að mati dómsins fór því fjarri að vinnubrögðin sem viðhöfð voru gætu staðist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. október síðastliðinn. Stefnandi var Ingvi Hrafn Hálfdánsson, sem var ranglega nafngreindur í fréttinni, og stefndu voru Reynir Traustason þáverandi ritstjóri Mannlífs og Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs. Stefnandi krafðist þess að ummæli í frétt sem birtust á vefmiðli Mannlífs, þar sem hann var sagður hafa verið sá sem stakk annan mann með hnífi ítrekað í bak og axlir, yrðu dæmd dauð og ómerk. Þess var einnig krafist að Reynir Traustason yrði dæmdur til að greiða tvær og hálfa milljón í skaða- og miskabætur. Auk þess þyrfti Mannlíf að birta forsendur og dómsorð í málinu eigi síðar en sjö dögum eftir að dómur yrði birtur. Nafni hins raunverulega árásarmanns Í dóminum segir að í frétt Mannlífs af stunguárásinni, sem birt var 8. júlí 2021, hafi Ingvi verið ranglega nafngreindur og mynd birt af honum sem hinn meinta árásarmann. Myndband hafi fylgt fréttinni. Höfundar fréttar sé ekki getið. Fram kemur að stefnandi, Ingvi Hrafn Hálfdánsson, beri sömu eiginnöfn en annað föðurnafn og árásarmaðurinn í myndbandinu, sem var dæmdur fyrir árásina 22. apríl 2022. Fyrir hafi legið að Ingvi Hrafn Hálfdánsson, hafi hlotið þrjá refsidóma, þar af tvo vegna líkamsárása. Vinnubrögðin geti ekki talist vönduð Í skýrslu fyrir dómi gerði Reynir grein fyrir því hvernig mistökin áttu sér stað. Sagði hann að hinn rangi fréttaflutningur hefði gerst með þeim hætti að starfsmaður miðilsins hefði af tilviljun verið staddur í nágrenni við veitingastaðinn þar sem árásin átti sér stað. Hann hafi dregið þá röngu ályktun af því sem hann sá og heyrði að Ingvi Hrafn væri hinn grunaði árásarmaður og skrifað frétt sem birtist, eftir því sem kemur fram í fréttinni, sjálfri, tveimur dögum síðar. „Að mati dómsins fer því nokkuð fjarri að vinnubrögð sem svona er lýst standist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna, hvað þá að þau geti talist vönduð.“ „Verður því lagt til grundvallar úrlausn málsins að um gróft gáleysi hafi verið að ræða af hálfu þess sem ritaði greinina og stefndu bera ábyrgð á.“ Lögðu framburð Ingva Hrafns til grundavallar Í niðurstöðukafla dómsins segir að við ákvörðun um fjárhæð miskabóta sé í fyrsta lagi til þess að líta að umstefnd ummæli hafi birst á útbreiddum vefmiðli. Óljóst væri hve lengi ummælin hafi verið í birtingu. Reynir Traustason hafi haldið því fram að þau hafi einungis verið uppi í um tvær klukkustundir. Sú staðhæfing hafi ekki verið studd með neinum gögnum og í málinu lægi fyrir skjáskot þar sem fram kæmi að fréttin væri að minnsta kosti sex klukkustunda gömul. Mannlíf hafi hvorki birt afsökunarbeiðni né sérstaka frétt um að mistök hefðu verið gerð við vinnslu fréttarinnar. Ingvi Hrafn hafi lýst því fyrir dómi hvernig fréttin hefði haft áhrif á líðan hans. Fólk hefði ítrekað haft samband við hann og velt því fyrir sér hvort hann væri aftur „dottinn í það“ en hann hafi á þeim tíma verið búinn að vera edrú í nokkur ár. Enn þann dag í dag væri fólk að spyrja hann út í þetta mál. Fréttin hafi aldrei verið sérstaklega leiðrétt. Að mati dómsins var ekki varhugavert að leggja framburð Ingva Hrafns til grundvallar, þrátt fyrir að engin gögn lægju fyrir um áhrif fréttarinnar á líf hans. Varð niðurstaðan sú að Reynir Traustason skuli greiða Ingva Hrafni Hálfdánssyni 350.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum, en sýknaður af öðrum kröfum Ingva. Auk þess skuli hann greiða eina milljón króna í málskostnað. Fjölmiðlar Dómstólar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. október síðastliðinn. Stefnandi var Ingvi Hrafn Hálfdánsson, sem var ranglega nafngreindur í fréttinni, og stefndu voru Reynir Traustason þáverandi ritstjóri Mannlífs og Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs. Stefnandi krafðist þess að ummæli í frétt sem birtust á vefmiðli Mannlífs, þar sem hann var sagður hafa verið sá sem stakk annan mann með hnífi ítrekað í bak og axlir, yrðu dæmd dauð og ómerk. Þess var einnig krafist að Reynir Traustason yrði dæmdur til að greiða tvær og hálfa milljón í skaða- og miskabætur. Auk þess þyrfti Mannlíf að birta forsendur og dómsorð í málinu eigi síðar en sjö dögum eftir að dómur yrði birtur. Nafni hins raunverulega árásarmanns Í dóminum segir að í frétt Mannlífs af stunguárásinni, sem birt var 8. júlí 2021, hafi Ingvi verið ranglega nafngreindur og mynd birt af honum sem hinn meinta árásarmann. Myndband hafi fylgt fréttinni. Höfundar fréttar sé ekki getið. Fram kemur að stefnandi, Ingvi Hrafn Hálfdánsson, beri sömu eiginnöfn en annað föðurnafn og árásarmaðurinn í myndbandinu, sem var dæmdur fyrir árásina 22. apríl 2022. Fyrir hafi legið að Ingvi Hrafn Hálfdánsson, hafi hlotið þrjá refsidóma, þar af tvo vegna líkamsárása. Vinnubrögðin geti ekki talist vönduð Í skýrslu fyrir dómi gerði Reynir grein fyrir því hvernig mistökin áttu sér stað. Sagði hann að hinn rangi fréttaflutningur hefði gerst með þeim hætti að starfsmaður miðilsins hefði af tilviljun verið staddur í nágrenni við veitingastaðinn þar sem árásin átti sér stað. Hann hafi dregið þá röngu ályktun af því sem hann sá og heyrði að Ingvi Hrafn væri hinn grunaði árásarmaður og skrifað frétt sem birtist, eftir því sem kemur fram í fréttinni, sjálfri, tveimur dögum síðar. „Að mati dómsins fer því nokkuð fjarri að vinnubrögð sem svona er lýst standist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna, hvað þá að þau geti talist vönduð.“ „Verður því lagt til grundvallar úrlausn málsins að um gróft gáleysi hafi verið að ræða af hálfu þess sem ritaði greinina og stefndu bera ábyrgð á.“ Lögðu framburð Ingva Hrafns til grundavallar Í niðurstöðukafla dómsins segir að við ákvörðun um fjárhæð miskabóta sé í fyrsta lagi til þess að líta að umstefnd ummæli hafi birst á útbreiddum vefmiðli. Óljóst væri hve lengi ummælin hafi verið í birtingu. Reynir Traustason hafi haldið því fram að þau hafi einungis verið uppi í um tvær klukkustundir. Sú staðhæfing hafi ekki verið studd með neinum gögnum og í málinu lægi fyrir skjáskot þar sem fram kæmi að fréttin væri að minnsta kosti sex klukkustunda gömul. Mannlíf hafi hvorki birt afsökunarbeiðni né sérstaka frétt um að mistök hefðu verið gerð við vinnslu fréttarinnar. Ingvi Hrafn hafi lýst því fyrir dómi hvernig fréttin hefði haft áhrif á líðan hans. Fólk hefði ítrekað haft samband við hann og velt því fyrir sér hvort hann væri aftur „dottinn í það“ en hann hafi á þeim tíma verið búinn að vera edrú í nokkur ár. Enn þann dag í dag væri fólk að spyrja hann út í þetta mál. Fréttin hafi aldrei verið sérstaklega leiðrétt. Að mati dómsins var ekki varhugavert að leggja framburð Ingva Hrafns til grundvallar, þrátt fyrir að engin gögn lægju fyrir um áhrif fréttarinnar á líf hans. Varð niðurstaðan sú að Reynir Traustason skuli greiða Ingva Hrafni Hálfdánssyni 350.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum, en sýknaður af öðrum kröfum Ingva. Auk þess skuli hann greiða eina milljón króna í málskostnað.
Fjölmiðlar Dómstólar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira