Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2025 13:00 Thelma Björk er hönnuðurinn á bakvið Bleiku slaufuna í ár. Hönnuðurinn Thelma Björk Jónsdóttir er konan á bak við Bleiku slaufuna í ár. Hún sótti um að hanna slaufuna og var valin úr hópi 120 umsækjenda. Slaufan hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Thelmu en hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024. „Læknisfræðilega greiningin er ólæknandi krabbamein, fjórða stigs krabbamein,“ segir Thelma, sem lifir með meininu. Krabbameinið sést ekki í líkama hennar í dag og þakkar hún ekki bara læknunum og lyfjunum fyrir heldur einnig sjálfri sér. „Ég tók snemma ákvörðun að taka ábyrgð á mínum bata,“ segir Thelma. Hún vaknar hvern dag og velur gleði og jákvæðni og gerir hluti sem láta henni líða betur, eins og að borða hvorki sykur né unnar kjötvörur, fara oftar út að ganga og fer í djúpslökun á hverjum degi. Hún segir það mikið áfall að fá krabbameinsgreininguna, eins og þungt teppi hafi verið lagt yfir hana og hún bara svaf fyrstu vikurnar. Á sama tíma hugsaði hún: „Ef ég loka augunum, ætli ég vakni aftur?“ Thelma á þrjá drengi með eiginmanni sínum, Össa Árnasyni. Thelma og Össi kynntust árið 2016 og var það bókstaflega ást við fyrstu sýn. Þau eiga meira að segja mynd af stundinni sem þau sáu hvort annað fyrst, sem var á kaffihúsi úti á Seltjarnarnesi klukkan 7.30 um morgun. Yngsti drengur þeirra Thelmu og Össa er með Down’s heilkenni, en þar sem Thelma hefur aldrei farið í hnakkaþykktarmælingu fengu þau ekki fréttirnar fyrr en drengurinn var fæddur og búinn að fara í blóðprufur. Tilkynnti þeim tíðindin á fallegan hátt Thelma rifjar upp stundina þegar læknirinn staðfesti gruninn á svo ofurfallegan hátt: „Læknirinn kom inn til okkar og sagði: Hvað haldiði? Ég hafði rétt fyrir mér. Hann er með Down’s!“ Allir drengir Thelmu og Össa eru hraustir en síðustu mánuði hefur fjölskyldan tekist á við erfiðasta verkefnið til þessa - að berjast við krabbamein móðurinnar. Thelma er staðráðin í að verða gömul kona og ætlar að lifa til sjötugs í skugga ólæknandi krabbameins. „Ég finn það og veit það að ég er ekki að fara að deyja.“ Ísland í dag heimsótti Thelmu á vinnustofu hennar og innslagið má sjá hér fyrir neðan. Ísland í dag Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Slaufan hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Thelmu en hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024. „Læknisfræðilega greiningin er ólæknandi krabbamein, fjórða stigs krabbamein,“ segir Thelma, sem lifir með meininu. Krabbameinið sést ekki í líkama hennar í dag og þakkar hún ekki bara læknunum og lyfjunum fyrir heldur einnig sjálfri sér. „Ég tók snemma ákvörðun að taka ábyrgð á mínum bata,“ segir Thelma. Hún vaknar hvern dag og velur gleði og jákvæðni og gerir hluti sem láta henni líða betur, eins og að borða hvorki sykur né unnar kjötvörur, fara oftar út að ganga og fer í djúpslökun á hverjum degi. Hún segir það mikið áfall að fá krabbameinsgreininguna, eins og þungt teppi hafi verið lagt yfir hana og hún bara svaf fyrstu vikurnar. Á sama tíma hugsaði hún: „Ef ég loka augunum, ætli ég vakni aftur?“ Thelma á þrjá drengi með eiginmanni sínum, Össa Árnasyni. Thelma og Össi kynntust árið 2016 og var það bókstaflega ást við fyrstu sýn. Þau eiga meira að segja mynd af stundinni sem þau sáu hvort annað fyrst, sem var á kaffihúsi úti á Seltjarnarnesi klukkan 7.30 um morgun. Yngsti drengur þeirra Thelmu og Össa er með Down’s heilkenni, en þar sem Thelma hefur aldrei farið í hnakkaþykktarmælingu fengu þau ekki fréttirnar fyrr en drengurinn var fæddur og búinn að fara í blóðprufur. Tilkynnti þeim tíðindin á fallegan hátt Thelma rifjar upp stundina þegar læknirinn staðfesti gruninn á svo ofurfallegan hátt: „Læknirinn kom inn til okkar og sagði: Hvað haldiði? Ég hafði rétt fyrir mér. Hann er með Down’s!“ Allir drengir Thelmu og Össa eru hraustir en síðustu mánuði hefur fjölskyldan tekist á við erfiðasta verkefnið til þessa - að berjast við krabbamein móðurinnar. Thelma er staðráðin í að verða gömul kona og ætlar að lifa til sjötugs í skugga ólæknandi krabbameins. „Ég finn það og veit það að ég er ekki að fara að deyja.“ Ísland í dag heimsótti Thelmu á vinnustofu hennar og innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Ísland í dag Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira