Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 16:31 Karlmaðurinn, sem er 85 ára gamall, var sviptur fjárræði í þrjú ár. Vísir/Vilhelm Karlmaður á níræðisaldri með skammtímaminnisskerðingu hefur verið sviptur fjárræði í þrjú ár eftir að í ljós kom að hann hafði fjármagnað bílakaup vinkonu sinnar og svipt son sinn umboði til að aðstoða hann með fjármálin sín. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum en faðirinn hafði krafist þess að úrskurði héraðsdóms yrði hafnað. Vinkonan brást illa við spurningum Málsatvik eru þau að einkasonur karlmannsins hafi síðustu ár haft umboð til þess að fara með skriffinnsku og stærri ákvarðanir sem vörðuðu fjármál föður síns. Faðirinn glími við skammtímaminnisskerðingu og sjóndepru. Í vor hafi sonurinn orðið þess áskynja að umtalsverða fjármuni vantaði á reikning föður síns. Við nánari athugun hafi komið í ljós að faðirinn hafði greitt fyrir bílakaup vinkonu sinnar. Vinkonunni hafði hann kynnst árið 2020. Árið 2022 hafi heilsu föðurins hrakað ört og þá hafi vinkonan farið að verja meiri tíma á heimili hans. Aðspurður hafi faðirinn, sem glímir við skerðingu á skammtímaminni, ekki munað eftir að hafa látið frá sér umræddar fjárhæðir til bílakaupanna. Vinkonan hafi þá brugðist illa við þegar sonurinn spurði hana út í bílakaupin. Í framhaldinu hafi sonurinn uppgötvað að faðirinn hafði afturkallað umboð hans til að annast bankamál hans. Bankinn hafi gefið syninum þær upplýsingar að faðir hans hefði mætt í bankann nýlega með undirritað skjal þess efnis. Faðirinn hafi ekki munað eftir nýlegri ferð í bankann. Keypti síma sem hann kunni ekki að svara í Skömmu síðar hafi sonurinn uppgötvað að vinkona föður hans hafði tekið af honum takkasímann hans og neitað að skila honum símanum. Í millitíðinni hafi hún farið með honum að kaupa snjallsíma, þar sem sett voru upp rafræn skilríki sem hún hafði aðgang að. Fram kemur að ástand föðurins sé þannig að hann gæti ekki munað númer eins og þarf til að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þá kynni hann ekki að svara í snjallsíma. Sonurinn hafi tjáð vinkonunni að honum þætti verulega óþægilegt að hún hefði aðgang að rafrænum skilríkjum föður hans og hún brugðist illa við. Honum hafi því verið sá kostur nauðugur að óska eftir því að lokað yrði fyrir aðgengi föðurins að netbanka hans og leggja fram beiðni um fjárræðissviptingu hans. Fyrir héraðsdómi greindi sonurinn frá því að hann hefði ekki náð sambandi við föður sinn enda sé vinkonan með símann hans og svari ekki þegar hann hringi. Útilokað sé að faðir hans hefði sjálfur ákveðið að fella niður umboð hans til að annast fjármál hans og augljóst væri að einhver annar stæði þar að verki. Ekki bær til að ákveða hver aðstoði hann Faðirinn kvaðst fyrir dómi ekki muna eftir því að sonur hans hefði nokkurn tímann aðstoðað hann við fjármálin hans. Þá greindi hann ranglega frá aldri sínum og gat ekki svarað því hvaða ár væri. Læknisvottorð lyf- og öldrunarlæknis var lagt til grundvallar í úrskurði Héraðsdóms og síðar Landsréttar. Þar segir að fjárhagsleg greind gamla mannsins sé ekki skert og hann skilji eðli fjárhagslegrar ákvörðunar þegar hún er tekin. Vandi hans liggi í því að hann bresti minni til að muna samhengi þeirrar ákvörðunar sem hann tekur við þá ákvörðun sem hann hafi tekið næst á undan. Þannig geti hann tekið sömu ákvörðun tvisvar án þess að gera sér grein fyrir því. Bæði vegna þess og alvarlegrar sjóndepru væri brýnt að hann nyti viðeigandi aðstoðar við sín fjármál. Öldrunarlæknirinn gat þó ekki fullyrt að maðurinn væri bær til að ákveða sjálfur hvern hann velji til að aðstoða sig við sín fjármál. Héraðsdómur og síðar Landsréttur féllust sem fyrr segir á kröfur sonarins og var faðirinn því sviptur fjárræði í þrjú ár frá þeim degi sem úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum en faðirinn hafði krafist þess að úrskurði héraðsdóms yrði hafnað. Vinkonan brást illa við spurningum Málsatvik eru þau að einkasonur karlmannsins hafi síðustu ár haft umboð til þess að fara með skriffinnsku og stærri ákvarðanir sem vörðuðu fjármál föður síns. Faðirinn glími við skammtímaminnisskerðingu og sjóndepru. Í vor hafi sonurinn orðið þess áskynja að umtalsverða fjármuni vantaði á reikning föður síns. Við nánari athugun hafi komið í ljós að faðirinn hafði greitt fyrir bílakaup vinkonu sinnar. Vinkonunni hafði hann kynnst árið 2020. Árið 2022 hafi heilsu föðurins hrakað ört og þá hafi vinkonan farið að verja meiri tíma á heimili hans. Aðspurður hafi faðirinn, sem glímir við skerðingu á skammtímaminni, ekki munað eftir að hafa látið frá sér umræddar fjárhæðir til bílakaupanna. Vinkonan hafi þá brugðist illa við þegar sonurinn spurði hana út í bílakaupin. Í framhaldinu hafi sonurinn uppgötvað að faðirinn hafði afturkallað umboð hans til að annast bankamál hans. Bankinn hafi gefið syninum þær upplýsingar að faðir hans hefði mætt í bankann nýlega með undirritað skjal þess efnis. Faðirinn hafi ekki munað eftir nýlegri ferð í bankann. Keypti síma sem hann kunni ekki að svara í Skömmu síðar hafi sonurinn uppgötvað að vinkona föður hans hafði tekið af honum takkasímann hans og neitað að skila honum símanum. Í millitíðinni hafi hún farið með honum að kaupa snjallsíma, þar sem sett voru upp rafræn skilríki sem hún hafði aðgang að. Fram kemur að ástand föðurins sé þannig að hann gæti ekki munað númer eins og þarf til að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þá kynni hann ekki að svara í snjallsíma. Sonurinn hafi tjáð vinkonunni að honum þætti verulega óþægilegt að hún hefði aðgang að rafrænum skilríkjum föður hans og hún brugðist illa við. Honum hafi því verið sá kostur nauðugur að óska eftir því að lokað yrði fyrir aðgengi föðurins að netbanka hans og leggja fram beiðni um fjárræðissviptingu hans. Fyrir héraðsdómi greindi sonurinn frá því að hann hefði ekki náð sambandi við föður sinn enda sé vinkonan með símann hans og svari ekki þegar hann hringi. Útilokað sé að faðir hans hefði sjálfur ákveðið að fella niður umboð hans til að annast fjármál hans og augljóst væri að einhver annar stæði þar að verki. Ekki bær til að ákveða hver aðstoði hann Faðirinn kvaðst fyrir dómi ekki muna eftir því að sonur hans hefði nokkurn tímann aðstoðað hann við fjármálin hans. Þá greindi hann ranglega frá aldri sínum og gat ekki svarað því hvaða ár væri. Læknisvottorð lyf- og öldrunarlæknis var lagt til grundvallar í úrskurði Héraðsdóms og síðar Landsréttar. Þar segir að fjárhagsleg greind gamla mannsins sé ekki skert og hann skilji eðli fjárhagslegrar ákvörðunar þegar hún er tekin. Vandi hans liggi í því að hann bresti minni til að muna samhengi þeirrar ákvörðunar sem hann tekur við þá ákvörðun sem hann hafi tekið næst á undan. Þannig geti hann tekið sömu ákvörðun tvisvar án þess að gera sér grein fyrir því. Bæði vegna þess og alvarlegrar sjóndepru væri brýnt að hann nyti viðeigandi aðstoðar við sín fjármál. Öldrunarlæknirinn gat þó ekki fullyrt að maðurinn væri bær til að ákveða sjálfur hvern hann velji til að aðstoða sig við sín fjármál. Héraðsdómur og síðar Landsréttur féllust sem fyrr segir á kröfur sonarins og var faðirinn því sviptur fjárræði í þrjú ár frá þeim degi sem úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp.
Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira