Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2025 19:17 Bryndís Björnsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira