Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 21:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis fylgdi sínu fólki út að skipan þingvarða. Vísir/Anton Brink Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í tvö í dag þegar brunabjallan í Alþingishúsinu fór af stað. Örskömmu síðar mætti þingvörður og skipaði þingmönnum að fara út, enda að ræða æfingu þar sem markmiðið var að kanna hve langan tíma það tæki þingmenn að yfirgefa húsið. Og þingmenn fengu ein fyrirmæli: Að hlýða þingvörðum. Það gerðu þingmenn, líkt og Bjarni Einarsson tökumaður sem fylgdi þeim eftir. Tóku mismikið með sér Rýmingin tók um tvær og hálfa mínútu og hittust þingmenn að henni lokinni fyrir utan þinghúsið þar sem þeir þurftu að dvelja um stund á meðan þingverðir fóru yfir það hvernig gekk. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sáuð þið ekki hvað við vorum fagleg í þessu?“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir utandyra þegar fréttamaður tók þingmenn tali. „Svo er maður bara illa klæddur, hleypur út án þess að taka með sér yfirhöfnina. Það er engin nema Kolla sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi,“ sagði Rósa létt í bragði en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Flokks fólksins sá aumur á Rósu og lánaði henni sjal. Nokkrum mínútum síðar fengu þingmenn svo að snúa aftur til húss, reynslunni ríkari, líkt og fréttin ber með sér. Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í tvö í dag þegar brunabjallan í Alþingishúsinu fór af stað. Örskömmu síðar mætti þingvörður og skipaði þingmönnum að fara út, enda að ræða æfingu þar sem markmiðið var að kanna hve langan tíma það tæki þingmenn að yfirgefa húsið. Og þingmenn fengu ein fyrirmæli: Að hlýða þingvörðum. Það gerðu þingmenn, líkt og Bjarni Einarsson tökumaður sem fylgdi þeim eftir. Tóku mismikið með sér Rýmingin tók um tvær og hálfa mínútu og hittust þingmenn að henni lokinni fyrir utan þinghúsið þar sem þeir þurftu að dvelja um stund á meðan þingverðir fóru yfir það hvernig gekk. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sáuð þið ekki hvað við vorum fagleg í þessu?“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir utandyra þegar fréttamaður tók þingmenn tali. „Svo er maður bara illa klæddur, hleypur út án þess að taka með sér yfirhöfnina. Það er engin nema Kolla sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi,“ sagði Rósa létt í bragði en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Flokks fólksins sá aumur á Rósu og lánaði henni sjal. Nokkrum mínútum síðar fengu þingmenn svo að snúa aftur til húss, reynslunni ríkari, líkt og fréttin ber með sér.
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira