Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 22:01 Lamine Yamal með pabba sínum Mounir Nasraoui, mömmu sinni Sheila Ebana og yngri bróður sínum Keyne. Getty/Mustafa Yalcin Virtur franskur blaðamaður heldur því fram að Barcelona eigi á hættu að missa unga stórstjörnu liðsins, hinn frábæra Lamine Yamal. Strákurinn er enn bara átján ára gamall en stjarna hans hefur risið hátt síðustu ár. Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira