Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar 16. október 2025 08:30 Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar