Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar 17. október 2025 07:02 Það er gömul saga og ný að erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé reynt. Sumt gengur eftir eins og spáð var, annað ekki. Flestar spár hljóma ágætlega, einkum þegar tekið er mið af gefnum forsendum. Það eina sem þarf til er að forsendur standist og þá gengur spáin eftir. En forsendur eru snúið fyrirbæri og eiga það til að breytast og kollvarpa þar með spádómnum. Umhverfis- og orkustofnun er fengið það vandasama verk að spá fyrir um orkunotkun á komandi árum. Hluti af henni er að reyna að sjá fyrir olíunotkun. Eins og tíðkast gefur Umhverfis- og orkustofnun sér ákveðnar forsendur og í ljósi þeirra fæst niðurstaða. Hér verður horft til þeirra væntinga sem Umhverfis- og orkustofnun gerir sér um samdrátt í olíunotkun fiskiskipa og hvort þær séu raunhæfar eða ekki. Ýmislegt bendir til þess að forsendurnar séu fremur óskhyggja en fyrirsjáanlegur raunveruleiki. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að draga úr olíunotkun, hvort sem er til sjós eða lands. Það má hækka verð á jarðefnaeldsneyti og hreinlega ýta fólki til að huga að öðrum orkugjöfum. Hátt verð á bensíni og dísil hefur örugglega haft sín áhrif á hversu margir eru komnir á rafbíl. Þarna skiptir miklu máli að til er staðgönguvara fyrir jarðefnaeldsneyti sem neytendur sætta sig við – og er jafnvel fjárhagslega heppilegri. Til sjós er þetta ekki eins einfalt. Það eru engin rafmagnsskip til sem geta veitt fisk með sambærilegum hætti og hefðbundin fiskiskip. Samdráttur í olíunotkun einstakur á heimsvísu Samdráttur í olíunotkun í sjávarútvegi getur hæglega orðið á næstu árum. Það gæti orðið vegna minni afla, sem margt bendir til að verði raunin, og kolefnisleka vegna séríslenskra reglna. Kolefnisleki (e. carbon leakage) á sér stað þegar aðgerðir er miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem hærri gjöld eða kröfur í einu landi eða svæði, leiða til þess að losun eykst annars staðar þar sem gjöld og kröfur eru minni. Nærtækt er hér að nefna olíukaup íslenskra varðskipa í Færeyjum. Samdráttur í olíunotkun hjá íslenska fiskiskipaflotanum er einstakur á heimsvísu og nemur hann um 32% frá árinu 2005. Æskilegt væri að halda áfram þeirri vegferð en þá gæti verið óskynsamlegt að hækka skatta og gjöld. Það mun ekki flýta ferlinu heldur gæti hægt á því. Það fyrsta sem stjórnvöld ættu að íhuga er að tryggja næga raforku svo fyrirtæki geti nýtt sér hana þar sem því verður nú þegar viðkomið. Nefna má raftengingar í höfnum fyrir stærri fiskiskip og raforku fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Þá ættu stjórnvöld að íhuga að haga skattlagningu með þeim hætti að hún dragi ekki úr vilja og getu til fjárfestinga heldur hvetji til hennar. Hjálpar skatturinn eða veldur hann skaða? Sjávarútvegur á Íslandi hefur hag af því að draga úr olíunotkun, bæði út frá sjónarhóli umhverfis og efnahags. Orkuskipti eru ekki alveg á næsta leiti en færast nær. Það er engin ástæða til að bíða með hendur í skauti þar til það gerist, því margt annað er hægt að gera á meðan. Með því að endurnýja tækjabúnað og skip má stuðla að mun betri orkunýtingu. Til dæmis má gera ráð fyrir 20%-35% orkusparnaði þegar gömlu skipi er skipt út fyrir nýtt, þar eru mörg tækifæri, enda flotinn kominn til ára sinna. Orkusparnaður og leiðir að honum eiga ekki að vera ágreiningsmál stjórnvalda og fyrirtækja heldur samstarfsverkefni. Samvinna var skjalfest í loftslagsvegvísi sjávarútvegs sem kom út árið 2023 og í honum eru metnaðarfullar úrbætur sem fyrirtækin eru fús að ráðast í. Til þess þurfa þó aðstæður af hendi ríkisins að vera með þeim hætti að fyrirtækin treysti sér í þær. Nokkrar aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í og hyggjast ráðast í munu gera vinnuna erfiðari. Ekki bara efnahagslega heldur mun draga mjög úr vilja fyrirtækjanna til fjárfestinga. Ganga má svo langt að kalla þetta skattastefnu gegn markmiðum í loftslagsmálum. Lítum á nokkur nærtæk dæmi um það sem sitjandi ríkisstjórn hefur gert síðan hún tók við stjórnartaumunum fyrir tæpu ári. Kolefnisgjald var hækkað á fiskiskip um 1,4 milljarða um síðustu áramót og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að hækka það um 1,2 milljarða til viðbótar um næstu áramót. Það er tvöföldun á einu ári. Þá var veiðigjaldið stórhækkað, án fyrirvara og án nokkurrar greiningar eða áhrifamats. Ljóst er að hækkunin mun hlaupa á milljörðum króna og hjá sumum fyrirtækjum getur hækkun gjaldsins farið yfir 100%. Skattahækkunin ígildi 2-3 nýrra togara Þótt skattar hefðu verið óbreyttir, skal því ekki haldið fram hér að öll upphæðin hefði farið í umhverfisbætandi verkefni. En þó skal fullyrt að svigrúmið til þess að fara í fjárfestingu hefur verið dregið stórlega saman. Samkvæmt greiningu Deloitte hefur fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í sjávarútvegi undanfarin ár verið um 25 milljarðar króna. Skattahækkunin á þessu ári – ein og sér – nemur því umtalsverðum hluta þess sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa varið til fjárfestinga á ári hverju. Hér gæti verið um að ræða jafnvirði árlegra fjárfestinga í 2-3 nýjum togurum. Nýir togarar auka mjög líkurnar á að spá Umhverfis- og orkustofnunar rætist. Tryggjum árangur en tefjum hann ekki Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að bera sig aumlega undan skattlagningu, hún er nauðsynleg svo hægt sé að reka það þjóðfélag sem við viljum að þrífist á Íslandi. Tilgangurinn er ekki heldur sá að kveinka sér undan eðlilegri skattlagningu, því sjávarútvegurinn tekur hlutverk sitt sem burðarstoð í efnahagslífinu alvarlega. Tilgangurinn er að benda á að það verður ekki bæði sleppt og haldið og stundum þarf að hugsa málið með heildarhagsmunina í forgrunni. Það þarf að draga úr olíunotkun en ekki möguleikum og getu fyrirtækjanna til þess að gera það. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé reynt. Sumt gengur eftir eins og spáð var, annað ekki. Flestar spár hljóma ágætlega, einkum þegar tekið er mið af gefnum forsendum. Það eina sem þarf til er að forsendur standist og þá gengur spáin eftir. En forsendur eru snúið fyrirbæri og eiga það til að breytast og kollvarpa þar með spádómnum. Umhverfis- og orkustofnun er fengið það vandasama verk að spá fyrir um orkunotkun á komandi árum. Hluti af henni er að reyna að sjá fyrir olíunotkun. Eins og tíðkast gefur Umhverfis- og orkustofnun sér ákveðnar forsendur og í ljósi þeirra fæst niðurstaða. Hér verður horft til þeirra væntinga sem Umhverfis- og orkustofnun gerir sér um samdrátt í olíunotkun fiskiskipa og hvort þær séu raunhæfar eða ekki. Ýmislegt bendir til þess að forsendurnar séu fremur óskhyggja en fyrirsjáanlegur raunveruleiki. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að draga úr olíunotkun, hvort sem er til sjós eða lands. Það má hækka verð á jarðefnaeldsneyti og hreinlega ýta fólki til að huga að öðrum orkugjöfum. Hátt verð á bensíni og dísil hefur örugglega haft sín áhrif á hversu margir eru komnir á rafbíl. Þarna skiptir miklu máli að til er staðgönguvara fyrir jarðefnaeldsneyti sem neytendur sætta sig við – og er jafnvel fjárhagslega heppilegri. Til sjós er þetta ekki eins einfalt. Það eru engin rafmagnsskip til sem geta veitt fisk með sambærilegum hætti og hefðbundin fiskiskip. Samdráttur í olíunotkun einstakur á heimsvísu Samdráttur í olíunotkun í sjávarútvegi getur hæglega orðið á næstu árum. Það gæti orðið vegna minni afla, sem margt bendir til að verði raunin, og kolefnisleka vegna séríslenskra reglna. Kolefnisleki (e. carbon leakage) á sér stað þegar aðgerðir er miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem hærri gjöld eða kröfur í einu landi eða svæði, leiða til þess að losun eykst annars staðar þar sem gjöld og kröfur eru minni. Nærtækt er hér að nefna olíukaup íslenskra varðskipa í Færeyjum. Samdráttur í olíunotkun hjá íslenska fiskiskipaflotanum er einstakur á heimsvísu og nemur hann um 32% frá árinu 2005. Æskilegt væri að halda áfram þeirri vegferð en þá gæti verið óskynsamlegt að hækka skatta og gjöld. Það mun ekki flýta ferlinu heldur gæti hægt á því. Það fyrsta sem stjórnvöld ættu að íhuga er að tryggja næga raforku svo fyrirtæki geti nýtt sér hana þar sem því verður nú þegar viðkomið. Nefna má raftengingar í höfnum fyrir stærri fiskiskip og raforku fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Þá ættu stjórnvöld að íhuga að haga skattlagningu með þeim hætti að hún dragi ekki úr vilja og getu til fjárfestinga heldur hvetji til hennar. Hjálpar skatturinn eða veldur hann skaða? Sjávarútvegur á Íslandi hefur hag af því að draga úr olíunotkun, bæði út frá sjónarhóli umhverfis og efnahags. Orkuskipti eru ekki alveg á næsta leiti en færast nær. Það er engin ástæða til að bíða með hendur í skauti þar til það gerist, því margt annað er hægt að gera á meðan. Með því að endurnýja tækjabúnað og skip má stuðla að mun betri orkunýtingu. Til dæmis má gera ráð fyrir 20%-35% orkusparnaði þegar gömlu skipi er skipt út fyrir nýtt, þar eru mörg tækifæri, enda flotinn kominn til ára sinna. Orkusparnaður og leiðir að honum eiga ekki að vera ágreiningsmál stjórnvalda og fyrirtækja heldur samstarfsverkefni. Samvinna var skjalfest í loftslagsvegvísi sjávarútvegs sem kom út árið 2023 og í honum eru metnaðarfullar úrbætur sem fyrirtækin eru fús að ráðast í. Til þess þurfa þó aðstæður af hendi ríkisins að vera með þeim hætti að fyrirtækin treysti sér í þær. Nokkrar aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í og hyggjast ráðast í munu gera vinnuna erfiðari. Ekki bara efnahagslega heldur mun draga mjög úr vilja fyrirtækjanna til fjárfestinga. Ganga má svo langt að kalla þetta skattastefnu gegn markmiðum í loftslagsmálum. Lítum á nokkur nærtæk dæmi um það sem sitjandi ríkisstjórn hefur gert síðan hún tók við stjórnartaumunum fyrir tæpu ári. Kolefnisgjald var hækkað á fiskiskip um 1,4 milljarða um síðustu áramót og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að hækka það um 1,2 milljarða til viðbótar um næstu áramót. Það er tvöföldun á einu ári. Þá var veiðigjaldið stórhækkað, án fyrirvara og án nokkurrar greiningar eða áhrifamats. Ljóst er að hækkunin mun hlaupa á milljörðum króna og hjá sumum fyrirtækjum getur hækkun gjaldsins farið yfir 100%. Skattahækkunin ígildi 2-3 nýrra togara Þótt skattar hefðu verið óbreyttir, skal því ekki haldið fram hér að öll upphæðin hefði farið í umhverfisbætandi verkefni. En þó skal fullyrt að svigrúmið til þess að fara í fjárfestingu hefur verið dregið stórlega saman. Samkvæmt greiningu Deloitte hefur fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í sjávarútvegi undanfarin ár verið um 25 milljarðar króna. Skattahækkunin á þessu ári – ein og sér – nemur því umtalsverðum hluta þess sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa varið til fjárfestinga á ári hverju. Hér gæti verið um að ræða jafnvirði árlegra fjárfestinga í 2-3 nýjum togurum. Nýir togarar auka mjög líkurnar á að spá Umhverfis- og orkustofnunar rætist. Tryggjum árangur en tefjum hann ekki Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að bera sig aumlega undan skattlagningu, hún er nauðsynleg svo hægt sé að reka það þjóðfélag sem við viljum að þrífist á Íslandi. Tilgangurinn er ekki heldur sá að kveinka sér undan eðlilegri skattlagningu, því sjávarútvegurinn tekur hlutverk sitt sem burðarstoð í efnahagslífinu alvarlega. Tilgangurinn er að benda á að það verður ekki bæði sleppt og haldið og stundum þarf að hugsa málið með heildarhagsmunina í forgrunni. Það þarf að draga úr olíunotkun en ekki möguleikum og getu fyrirtækjanna til þess að gera það. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun