Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2025 20:02 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum. Ráðist var í gerð skýrslunnar í maí í fyrra en forsaga málsins er sú að borgarstjórn samþykkti árið 2019 að fækka bensínstöðvum og hófu samningsviðræður við lóðahafa í kjölfarið sem urðu að samningum sem samþykktir voru 2021 og 2022 af borgarstjórn. Skýrslan telur 105 blaðsíður og þar kemur fram að Innri endurskoðun telur meðal annars að markmið borgarinnar hafa verið lögmæt og málefnanleg. Upplýsingagjöf í borgarráði hafi hinsvegar verið ómarkviss og að skortur hafi verið á formlegri greiningu á samningsmarkmiðum. Lagðar eru til tólf tillögur að úrbótum um verklag hjá borginni, meðal annars um úthlutun lóða og stýrihópa. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir skýrsluna kalla á enn frekari spurningar. „Nú þarf að skoða hvort með samningunum hafi verið brotnar reglur um samkeppni eða ríkisaðstoð, þannig það þarf að rýna í framhaldinu hvernig við fáumst við skipulag þessara lóða út frá þessum sjónarmiðum.“ Telur að bíða eigi með uppbyggingu á lóðunum Sambærilegt mál sé úthlutun lóða í Efstaleiti sem borgin hafi afhent Ríkisútvarpinu. „Og Ríkisendurskoðun hefur fjallað um þetta og talið þessa samninga fela í sér einmitt brot á reglum um samkeppni og ríkisaðstoð og ég hef lagt til að þessar lóðaúthlutanir verði tilkynntar til ESA og mögulega þarf að gera það sama og bara sennilega með þessa samninga, til að fá úr því skorið hver er staðan og höfum við brotið á þessum reglum og hvernig tæklum við það í framhaldinu.“ Enn sé verið að skipuleggja nokkrar af umræddum bensínstöðvarlóðum. „Og munu koma á næstu misserum til samþykktar til okkar og við þurfum núna að meta, getum við hleypt þessu skipulagi áfram á grundvelli þessarar skýrslu eða þurfum við að bíða með skipulag á þessum bensínstöðvarlóðum á meðan við fáum úr því skorið hvort við séum þarna að veita ólögmæta ríkisaðstoð, hvort við séum að brjóta á samkeppnisreglum, þannig ég myndi telja að skipulag á þessum lóðum myndi þurfa að bíða í svolítinn tíma á meðan við fáum svör við þessu.“ Reykjavík Stjórnsýsla Bensín og olía Skipulag Borgarstjórn EFTA Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ráðist var í gerð skýrslunnar í maí í fyrra en forsaga málsins er sú að borgarstjórn samþykkti árið 2019 að fækka bensínstöðvum og hófu samningsviðræður við lóðahafa í kjölfarið sem urðu að samningum sem samþykktir voru 2021 og 2022 af borgarstjórn. Skýrslan telur 105 blaðsíður og þar kemur fram að Innri endurskoðun telur meðal annars að markmið borgarinnar hafa verið lögmæt og málefnanleg. Upplýsingagjöf í borgarráði hafi hinsvegar verið ómarkviss og að skortur hafi verið á formlegri greiningu á samningsmarkmiðum. Lagðar eru til tólf tillögur að úrbótum um verklag hjá borginni, meðal annars um úthlutun lóða og stýrihópa. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir skýrsluna kalla á enn frekari spurningar. „Nú þarf að skoða hvort með samningunum hafi verið brotnar reglur um samkeppni eða ríkisaðstoð, þannig það þarf að rýna í framhaldinu hvernig við fáumst við skipulag þessara lóða út frá þessum sjónarmiðum.“ Telur að bíða eigi með uppbyggingu á lóðunum Sambærilegt mál sé úthlutun lóða í Efstaleiti sem borgin hafi afhent Ríkisútvarpinu. „Og Ríkisendurskoðun hefur fjallað um þetta og talið þessa samninga fela í sér einmitt brot á reglum um samkeppni og ríkisaðstoð og ég hef lagt til að þessar lóðaúthlutanir verði tilkynntar til ESA og mögulega þarf að gera það sama og bara sennilega með þessa samninga, til að fá úr því skorið hver er staðan og höfum við brotið á þessum reglum og hvernig tæklum við það í framhaldinu.“ Enn sé verið að skipuleggja nokkrar af umræddum bensínstöðvarlóðum. „Og munu koma á næstu misserum til samþykktar til okkar og við þurfum núna að meta, getum við hleypt þessu skipulagi áfram á grundvelli þessarar skýrslu eða þurfum við að bíða með skipulag á þessum bensínstöðvarlóðum á meðan við fáum úr því skorið hvort við séum þarna að veita ólögmæta ríkisaðstoð, hvort við séum að brjóta á samkeppnisreglum, þannig ég myndi telja að skipulag á þessum lóðum myndi þurfa að bíða í svolítinn tíma á meðan við fáum svör við þessu.“
Reykjavík Stjórnsýsla Bensín og olía Skipulag Borgarstjórn EFTA Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18