Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 11:48 Vladímír Osetsjkin í viðtali við AP-fréttastofuna árið 2022. Hann flúði Rússland þegar stjórnvöld þar byrjuðu að þjarma að honum fyrir að afhjúpa illa meðferð á föngum í fangelsum landsins. AP/Francois Mori Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins. Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins.
Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39