Enski boltinn

Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah hefur farið nokkuð rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Mohamed Salah hefur farið nokkuð rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni í vetur. epa/VINCE MIGNOTT

Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar þurfa að spyrja sig að á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard, það er að nýta möguleikann til að gera ótakmarkaðar breytingar á liðinu sínu. Í nýjasta þætti Fantasýnar fór Albert Þór Guðmundsson yfir Wildcard-liðið sitt eins og þetta lítur út núna.

Stóru spurningarnar varðandi Wildcard-liðið snúa meðal annars að því hvaða leikmenn úr toppliði Arsenal eigi að veðja á og hvað eigi að gera við Mohamed Salah, leikmann Liverpool.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér.

„Ég er smá að spá í að henda [Jurriën] Timber út og henda inn [Eberechi] Eze því [Martin] Ødegaard er meiddur,“ sagði Albert sem er einnig með Arsenal-mennina Bukayo Saka og Gabriel í liðinu sínu.

„Gabriel er alltaf þarna. Svo er þetta spurning. Er þetta Saka og Eze, Timber og Saka, jafnvel Timber og Eze. Og þá get ég kannski troðið Salah inn. En mig langar ekki að gera það.“

Albert er orðinn afhuga Salah í Fantasy, allavega eins og staðan er núna.

„Þessi verðmiði og hvað hann er búinn að sýna lítið hingað til. Ég get ekki farið þá leið,“ sagði Albert.

Hann mærði svo Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, sem verður frammi í liði hans ásamt markahæsta manni deildarinnar, Erling Haaland hjá Manchester City.

Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×