Cillian mærir Kiljan Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 18:02 Cillian Murphy fékk BAFTA verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Robert Oppenheimer. Vianney Le Caer/Invision/AP Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki. Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards) Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards)
Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32