Handbolti

Gott kvöld fyrir Stiven og fé­laga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Valencia er í nýjasta landsliðshópnum.
Stiven Valencia er í nýjasta landsliðshópnum. Getty/Tom Weller

Stiven Valencia hélt upp á landsliðssætið í kvöld með góðum leik og sigri í toppbaráttuslag í portúgölsku handboltadeildinni.

Stiven og félagar í Benfica unnu átta marka útisigur á Maritimo, 38-30, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18-14.

Stiven skoraði fimm mörk í leiknum. Mikita Vailupau var markahæstur með átta mörk en enginn annar skoraði meira en Stiven.

Stiven lét líka vel finna fyrir sér í vörninni og var tvisvar rekinn af velli í tvær mínútur.

Maritimo hefði tekið þriðja sætið af Benfica með sigri en sigurinn kom Benfica aftur á móti upp að lið Sporting í efsta sætinu.

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting hafa unnið alla sjö leiki sína og eiga leik inni á Benfica en bæði liðin eru nú með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×