Lífið

Tveir skiptu með sér sjö­falda pottinum

Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa
Potturinn var stór í kvöld.
Potturinn var stór í kvöld. Vísir/Vilhelm

Af 16.892 vinningshöfum voru það tveir spilarar sem skiptu með sér sjöfalda pottinum og hlýtur hvor um sig rúmlega 86,2 milljónir í vinning. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að annar lukkumiðinn hafi verið keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og hinn á vefnum lotto.is.

Potturinn var síðast sjöfaldur í apríl og þá voru tveir heppnir spilarar sem fengu tæpar 80 milljónir króna hvor en potturinn í kvöld stefnir í að verða enn stærri. Smári Jökull Jónsson, fréttamaður Sýnar,  kíkti í Kringluna í dag og tók gesti Happahússins tali.

Lottópottur kvöldsins er sjöfaldur og gæti orðið stærsti pottur sögunnar. Potturinn var síðast sjöfaldur í apríl og þá voru tveir heppnir spilarar sem fengu tæpar 80 milljónir króna hvor en potturinn í kvöld stefnir í að verða enn stærri. Smári Jökull kíkti í Kringluna í dag og tók gesti Happahússins tali.

Bónusvinningurinn skiptist svo á milli sjö miðahafa samkvæmt tilkynningu og hlýtur hver þeirra rúmlega 249 þúsund í vinning; einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn á lotto.is og fimm í appinu.

Samkvæmt tilkynningu hlaut einn 2,5 milljóna króna vinning í Jókernum en sá keypti miðann á lotto.is. Þá voru alls tólf sem nældu sér í 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund kall í vasann, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Olís Húsavík, N1 á Hellissandi, N1 á Akranesi, N1 við Hringbraut í Reykjavík, KS í Hofsósi, fimm keyptu í appinu og einn á lotto.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.