Lífið

Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sam Rivers á sviðinu með Limp Bizkit árið 2015.
Sam Rivers á sviðinu með Limp Bizkit árið 2015. Getty

Sam Rivers, bassaleikari og stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit, er látinn 48 ára að aldri. 

Limp Bizkit greinir frá andlátinu í færslu á samfélagsmiðlum, en ekki er greint frá dánarorskök hans.

„Sam Rivers var ekki bara bassaleikarinn okkar. Hann var göldróttur. Púlsinn í hverju lagi, rólegheitin í ringulreiðinni, sálin í tónlistinni.“

Rivers stofnaði Limp Bizkit árið 1994 með Fred Durst söngvara og fljótlega gengu John Otto og Wes Borland gítarleikarar til liðs við þá.

Hljómsveitin átti eftir að verða ein stærsta nu-metal hljómsveit í heimi, og átti stóran þátt í gríðarlegum vinsældum tónlistarstefnunnar, og í að stækka aðdáendahóp þungarokks.

Hljómsveitin spilar nu-metal eða rapprokk, þar sem þungarokk blandast með undraverðum hætti við rappsöng, en stefnan var gríðarlega vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar.

Frægasta lag Limp Bizkit mun sennilega vera Break Stuff, sem kom var fjórða stuttskífa sveitarinnar af annarri plötu þeirra, Significant Other.

Sam Rivers þurfti að hætta tímabundið í hljómsveitinni árið 2015 vegna heilsufarsvandamála, en þá var hann með sýkingu í lifrinni eftir óhóflega drykkju áratugum saman. Fór svo að hann fékk nýja lifur með ígræðslu.

„Ég hætti að drekka og gerði það sem læknarnir sögðu mér að gera. Fékk meðferð við drykkjunni og lifurígræðslu, þannig að þetta fór allt á besta veg,“ sagði hann á sínum tíma.

Rollin' er annað lag með Limp Bizkit sem flestir ættu að kannast við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.